
Nathan hf.
Nathan hefur flutt inn og dreift fjölbreyttu úrvali af vörum frá mörgum af þekktustu framleiðendum heims síðan árið 1912. Nathan byggir á góðu samstarfi við fyrirtæki sem leita eftir gæðavörum og áreiðanlegri þjónustu; hvort sem það eru stórar og smáar verslanir, stóreldhús eða matvælaframleiðendur.
Okkar markmið er að styðja við árangur viðskiptavina okkar með því að einfalda öll aðföng. Hjá Nathan starfar samhentur hópur fólks með mikla sérþekkingu við að tryggja öflugar heildarlausnir í aðföngum þar sem breitt vöruúrval, hagkvæmt verð, traust afgreiðsla og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi.

Þjónustufulltrúi
Nathan óskar eftir liðsfélaga til að sinna starfi þjónustufulltrúa. Um er að ræða framtíðarstarf en gert er ráð fyrir að nýr þjónustufulltrúi hefji störf í janúar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta við viðskiptavini
- Símsvörun og úthringingar
- Umsjón, meðhöndlun og eftirfylgni sölupantana
- Skráning ábendinga í gæðakerfi
- Umsjón með þjónustukönnunum
- Þátttaka í umbótaverkefnum
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við þjónustustjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Þjónustulund, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Gott auga fyrir smáatriðum
- Mjög góð tölvufærni
- Samstarfshæfni og jákvætt viðhorf
- Hreint sakavottorð
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 19, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Þjónustufulltrúi gestastofu og miðasölu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Móttökuritari - Röntgen Orkuhúsinu
Röntgen Orkuhúsinu

Starf í móttöku bráða- og ráðgjafarþjónustu geðþjónustu
Landspítali

Fullt starf í þjónustuveri Domino’s
Domino's Pizza

Customer Support Representative - Night Shifts
Rapyd Europe hf.

Móttökufulltrúi - launafulltrúi
Endurskoðun & ráðgjöf

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Klettur - sala og þjónusta ehf

Farangursþjónusta - Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli 2026
Icelandair

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Þjónustufulltrúi í fraktdeild
DHL Express Iceland ehf

Þjónustufulltrúi
Fastus