Takk ehf
Takk ehf
Takk vinnur með almannaheillafélögum að því markmiði að skapa betra samfélag. Takk er markaðsfyrirtæki sem notar síma, tölvupóst, skilaboð, viðburði, auglýsingar og stafræna markaðssetningu til þess að tengja saman fólk og góð málefni. Frá fyrsta áhuga að farsælu sambandi. Hjá Takk starfa sérfræðingar í markaðsmálum, sölu, fjáröflun, viðskiptatryggð, persónuvernd, samfélagsmiðlum og textagerð. Hvergi á Íslandi er samankomin álíka reynsla í fjáröflun. Með elju, útsjónasemi og dugnaði hefur þessi hópur tryggt mörgum viðskiptavinum okkar ótrúlegan árangur í ólíkum verkefnum. Við setjum starfsánægju í efsta sæti og leggjum mikið upp úr: Öflugu félagslífi, samvinnu, sanngjörnum launakjörum, jafnrétti og sjálfstæði í starfi. En til votts um þá skuldbindingu þá hefur Takk margsinnis hlotið viðurkenningu fyrir að stuðla að framúrskarandi starfsánægju starfsfólks í markaðskönnun VR, og situr nú í hópi “Fyrirtæki ársins” þriðja árið í röð.
Takk ehf

Það á að vera gaman í vinnunni...

Vilt þú:

  • Vera á skemmtilegum og gefandi vinnustað?
  • Upplifa tillitssemi og skilning í vinnu?
  • Vinna á sveigjanlegan vinnutíma með góð launatækifæri?
  • Hafa áhrif á nærumhverfið þitt?
  • Læra nýja hluti af hæfileikaríku fólki?

Ef svo er, þá viljum við endilega fá þig í vinnu!

________________________________________________________

Starfsumhverfi

Við leggjum mikið upp úr öflugu félagslífi og setjum starfsánægju ávallt í efsta sæti. Til marks um það höfum við saman hlotið verðlaun VR fyrir fyrirtæki ársins síðastliðin þrjú ár - og viljum gera betur á hverju ári.

________________________________________________________

Starfsemi

Við erum markaðsfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi. Það sem við erum bæði best í, og gerum mest af, er að vinna með íslenskum hjálparsamtökum í að gera heiminn að betri stað.

________________________________________________________

Hlutverkið

Starfið felur í sér fjölbreytt samskipti í síma fyrir hjálparsamtök. Starfið er gefandi og kennir dýrmæta þekkingu á hjálparsamtökum, sannfæringu og sölu sem nýtist víðsvegar í samfélaginu.

Við tökum vel á móti öllu nýju starfsfólki með góðum þjálfunarferil - svo öll geti komið sér vel fyrir í starfi og félagslífi sem allra fyrst.

________________________________________________________

Frekari upplýsingar

Meira um vinnustaðinn og fríðindi í starfi má finna hér.

-

Fríðindi í starfi
Góð launatækifæri - Góð laun og mjög sanngjarnt bónuskerfi í boði.
Virk skemmtinefnd - Tryggir öflugt félagslíf með fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum í gegnum árið.
Fjarvinna - Fjarvinna í boði eftir þjálfunartímabil, með möguleika á að vinna erlendis frá.
Sveigjanlegur vinnutími - Starfshlutfall og vinnustundir eru mjög sveigjanlegar og fara eftir þörfum hvers og eins, á leyfðum opnunartíma. Því gætir þú ráðið eigin vinnutíma!
Greidd afmælisfrí - Við eigum öll skilið gott frí á afmælisdaginn, og því bjóðum við daginn launaðan svo hægt sé að fagna honum.
Auglýsing stofnuð17. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Nóatún 17, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁkveðniPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TillitssemiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.