

Teymisstjóri unglingasmiðju
Keðjan auglýsir eftir teymisstjóra í 50% starf til að leiða Unglingasmiðjuna Stíg og teymisstjóra í 50% starf til að leiða Unglingasmiðjuna Tröð. Gert er ráð fyrir að teymisstjóri gangi vaktir að jafnaði tvö kvöld á viku.
Leitað er eftir öflugum og framsæknum einstaklingum sem hafa áhuga og metnað til að taka þátt í að móta þjónustu unglingamiðju og vinna í markvissu samstarfi með starfsmönnum Keðjunnar, ráðgjöfum og málstjórum farsældar á miðstöðvum, Barnavernd Reykjavíkur og forstöðumönnum félagsmiðstöðva.
Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð eru öruggur vettvangur fyrir félagslega einangruð ungmenni á aldrinum 12-15 ára til að stíga út úr þægindarammanum og þjálfa sig í að eiga samskipti við jafningja, styrkja sjálfsmynd sína, tjá sig af einlægni, setja sig í spor annarra og læra að treysta.






















