Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri unglingasmiðju

Keðjan auglýsir eftir teymisstjóra í 50% starf til að leiða Unglingasmiðjuna Stíg og teymisstjóra í 50% starf til að leiða Unglingasmiðjuna Tröð. Gert er ráð fyrir að teymisstjóri gangi vaktir að jafnaði tvö kvöld á viku.

Leitað er eftir öflugum og framsæknum einstaklingum sem hafa áhuga og metnað til að taka þátt í að móta þjónustu unglingamiðju og vinna í markvissu samstarfi með starfsmönnum Keðjunnar, ráðgjöfum og málstjórum farsældar á miðstöðvum, Barnavernd Reykjavíkur og forstöðumönnum félagsmiðstöðva.

Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð eru öruggur vettvangur fyrir félagslega einangruð ungmenni á aldrinum 12-15 ára til að stíga út úr þægindarammanum og þjálfa sig í að eiga samskipti við jafningja, styrkja sjálfsmynd sína, tjá sig af einlægni, setja sig í spor annarra og læra að treysta.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stýrir daglegri starfsemi unglingasmiðja og útdeilir verkefnum
Undirbýr og er virkur þátttakandi í daglegu starfi með unglingum
Teymisvinna með með öðrum sérfræðingum sem koma að málum ungmenna
Samskipti og upplýsingagjöf við fjölskyldur unglinganna og skóla
Þróun þjónustunnar og nýjungar í starfi með ungmennum
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af störfum með ungmennum
Framúrskarandi samskiptahæfni
Skipulagsfærni, sjálfstæði í störfum og frumkvæði
Íslenskukunnátta á stigi C1 í samræmi við samevrópskan tungumálakvarða
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Auglýsing stofnuð13. september 2023
Umsóknarfrestur21. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Ármúli 19, 108 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.