Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Teymisstjóri stefnumótunar og þróunar

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf teymisstjóra stefnumótunar og þróunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.Stefnumótunar- og þróunarteymið styður við framgang áherslumála borgarstjóra, tekur þátt í verkefnum sem kalla á þróun, stefnumótun eða samhæfingu ásamt umsjón alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunarverkefna.



Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á verkefnastjórnun vegna forgangsverkefna, áherslumála og alþjóðatengsla borgarstjóra ásamt því að tryggja eftirfylgni þeirra í framkvæmd.
  • Styður við samhæfingu og þróun stefnumótunar innan borgarinnar.
  • Ber ábyrgð á innleiðingu á Græna planinu, atvinnu- og nýsköpunarstefnu, alþjóðastefnu og lýðheilsustefnu.
  • Ber ábyrgð á rekstri stefnumótunar- og þróunarteymis sem felur m.a. í sér ráðningar, starfsmannasamtöl, launamál og önnur verkefni sem lúta að því að vera með mannaforráð.
  • Hefur yfirsýn hvað varðar þátttöku í innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem og umsóknum í sjóði til að efla hæfni Reykjavíkur til að takast á við framtíðina og umbreytingar sem henni fylgja.
  • Leiðir nýsköpunar- og þróunarverkefni sem styðja við sjálfbæra og samkeppnishæfa borg og hefur yfirsýn yfir samstarfsverkefni við atvinnulífið.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi. Meistarapróf í verkefnastjórnun eða annarri sambærilegri menntun er kostur.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og stefnumótun.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Reynsla af alþjóðamálum og loftslagsmálum er kostur.
  • Reynsla af rekstri og mannaforráðum æskileg.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til þess að afla og greina upplýsingar og koma frá sér á skýrum og aðgengilegum texta.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 skv. evrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar