
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Kjarnahlutverk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara felst í þjónustu við embætti borgarstjóra og borgarritara auk þess sem hún hefur yfirumsjón með miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslunnar.

Teymisstjóri stefnumótunar og þróunar
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf teymisstjóra stefnumótunar og þróunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.Stefnumótunar- og þróunarteymið styður við framgang áherslumála borgarstjóra, tekur þátt í verkefnum sem kalla á þróun, stefnumótun eða samhæfingu ásamt umsjón alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunarverkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á verkefnastjórnun vegna forgangsverkefna, áherslumála og alþjóðatengsla borgarstjóra ásamt því að tryggja eftirfylgni þeirra í framkvæmd.
- Styður við samhæfingu og þróun stefnumótunar innan borgarinnar.
- Ber ábyrgð á innleiðingu á Græna planinu, atvinnu- og nýsköpunarstefnu, alþjóðastefnu og lýðheilsustefnu.
- Ber ábyrgð á rekstri stefnumótunar- og þróunarteymis sem felur m.a. í sér ráðningar, starfsmannasamtöl, launamál og önnur verkefni sem lúta að því að vera með mannaforráð.
- Hefur yfirsýn hvað varðar þátttöku í innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem og umsóknum í sjóði til að efla hæfni Reykjavíkur til að takast á við framtíðina og umbreytingar sem henni fylgja.
- Leiðir nýsköpunar- og þróunarverkefni sem styðja við sjálfbæra og samkeppnishæfa borg og hefur yfirsýn yfir samstarfsverkefni við atvinnulífið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða sem nýtist í starfi. Meistarapróf í verkefnastjórnun eða annarri sambærilegri menntun er kostur.
- Reynsla af verkefnastjórnun og stefnumótun.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Reynsla af alþjóðamálum og loftslagsmálum er kostur.
- Reynsla af rekstri og mannaforráðum æskileg.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Leiðtoga- og skipulagshæfileikar.
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður til að ná árangri í starfi.
- Hæfni til þess að afla og greina upplýsingar og koma frá sér á skýrum og aðgengilegum texta.
- Íslenskukunnátta C1-C2 skv. evrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

BYGGÐAÞRÓUNARFULLTRÚI
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra

Laust embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið

Sérfræðingur í tónlistariðnaði - Stjórnendastaða
Vetur Music

Sérfræðingur BSRB í stefnumótun og greiningu
BSRB

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í gerð stjórnunar- og verndaráætlana
Náttúruverndarstofnun

Verkefnisstjóri í Nemendaskrá
Háskóli Íslands

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Engineering & Delivery Lead (International Customers)
Tern Systems

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið