
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Teymisstjóri óskast í SkaHm
Óskað er eftir teymisstjóra í þjónustu fyrir börn og ungmenni í SkaHm – Þekkingarmiðstöð. SkaHm veitir heildstæða þjónustu fyrir börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir sem og fjölskyldur þeirra.
Þjónusta SKAHM
- Stefnumótavinna og þróun sérþekkingar fyrir börn með fjölþættan vanda.
- Foreldraráðgjöf og stuðningur sem veittur er í nærumhverfi barns og áherslan er að valdefla foreldra í uppeldishlutverki sínu.
- Styrkur þar sem markmiðið er að styrkja börnin til bættrar félagsfærni og aukinnar virkni í nærumhverfi sínu.
- Skammtímadvöl sem sniðin er að þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.
Laus er staða teymisstjóra í Styrk fyrir framúrskarandi fagmann sem er með brennandi áhuga á að auka farsæld barna í gegnum félags- og tómstundaiðju.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda.
Framhaldsmenntun æskileg.
Reynsla af stjórnun æskileg.
Þekking og reynsla af starfi með börnum með geðfötlun og/eða margþættan vanda og fjölskyldum.
Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
Þekking á PEERS, PMTO foreldrafærni og bjargráðakerfinu BJÖRGU er kostur.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Byggir upp þekkingu og reynslu sem nýtist í daglegu starfi og tekur þátt í að þróa sérþekkingu og stuðla að nýbreytni í þjónustunni.
Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í stefnumótun um þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda.
Stýrir starfi til að mæta þörfum barns á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt til að auka félagsfærni, virkni og tilfinningaþroska og veita snemmtæka íhlutun.
Stýrir starfi til að valdefla foreldra í uppeldishlutverkinu og styrkja hæfni þeirra foreldra sem þurfa stuðning og aðstoð.
Veitir heildrænan stuðning og þjónustu á grundvelli einstaklingsbundinnar þjónustuáætlunar/stuðningsáætlana.
Stjórnar starfsmannamálum og ber ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu.
Teymisstjóri er hluti af stjórnendateymi SkaHm og starfar eftir starfslýsingu teymisstjóra í heimþjónustu.
Samstarf við þjónustumiðstöðvar, barnavernd og aðra þjónustuaðila sem koma að málefnum barna með fjölþættan vanda.
Um er að ræða dagvinnu með sveigjanlegan vinnutíma.
Auglýsing birt20. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturbrún 17, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Flokkstjóri í heimaþjónustu Hátúni 10
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast í frábæran hóp í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði með diplómunám
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur stuðningsfulltrúi óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Íþróttafræðingur óskast til starfa í endurhæfingarteymi Gott að eldast og Hlýjuna dagþjálfun
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Stuðningsfulltrúi óskast í frábæran hóp í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Tech Lead – Maintenance domain
Icelandair

Öflugur stuðningsfulltrúi óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins