Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimastuðning

Austurmiðstöð óskar eftir öflugum teymisstjóra til að stýra teymi sem sinnir félagslegum heimastuðningi í 100% dagvinnu.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Heimastuðningur veitir þjónustu eftir stuðningsáætlun sem gerð hefur verið við notendur á heimilum þeirra, eins og aðstoð við heimilishald, þrif, félagslegan stuðning, persónulega umhirðu o.fl.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á samþættingu, daglegri stjórnun, skipulagningu og umsjón með framkvæmd félagslegs heimastuðnings
  • Hefur yfirsýn yfir þarfir notenda og veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi þá þjónustu sem í boði er
  • Ber ábyrgð á nýmati, endurmati og færni- og heilsumati þjónustunnar
  • Gerð þjónustusamnings og stuðningsáætlunar út frá fyrirliggjandi upplýsingum
  • Stjórnun starfsmannamála og framkvæmd starfsmannastefnu
  • Ber ábyrgð á að þjónustan sé í samræmi við leiðarljós, stefnu og markmið velferðarsviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Reynsla af þverfaglegu starfi og teymisvinnu
  • Reynsla af verkefna/breytinga stjórnun æskileg
  • Þekking á sviði félagslegrar þjónustu
  • Góð tölvuþekking
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta á bilinu B2-C1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Menningarkort Reykjavíkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Auglýsing birt2. október 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Staðsetning
Hraunbær 119, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar