Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimastuðning

Norðurmiðstöð óskar eftir öflugum teymisstjóra til að stýra teymi sem sinnir félagslegum heimastuðningi. Um er að ræða afleysingastarf til eins árs, í 100% dagvinnu með möguleika á framhaldi.

Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla-og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Heimastuðningur veitir þjónustu eftir stuðningsáætlun sem gerð hefur verið við notendur á heimilum þeirra, eins og aðstoð við heimilishald, þrif, félagslegan stuðning, persónulega umhirðu o.fl.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á samþættingu, daglegri stjórnun, skipulagningu og umsjón með framkvæmd félagslegs heimastuðnings
Hefur yfirsýn yfir þarfir notenda og veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi þá þjónustu sem í boði er
Ber ábyrgð á nýmati, endurmati og færni-og heilsumati þjónustunnar
Gerð þjónustusamnings og stuðningsáætlunar út frá fyrirliggjandi upplýsingum
Stjórnun starfsmannamála og framkvæmd starfsmannastefnu
Ber ábyrgð á að þjónustan sé í samræmi við leiðarljós, stefnu og markmið velferðarsviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði félags-, heilbrigðs-eða menntavísinda
Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi æskileg
Reynsla af stjórnun æskileg
Reynsla af þverfaglegu starfi og teymisvinnu
Reynsla af verkefna/breytinga stjórnun æskileg
Þekking á sviði félagslegrar þjónustu
Góð tölvuþekking
Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Íslenskukunnátta á bilinu B2-C1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Stytting vinnuvikunnar
Flott mötuneyti
Menningarkort Reykjavíkurborgar
Heilsustyrkur
Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.