Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun

Norðurmiðstöð auglýsir lausa stöðu teymisstjóra í heimahjúkrun á Sléttuvegi.

Á Sléttuvegi starfar þéttur og samheldinn hópur hjúkrunarfæðinga og sjúkraliða, auk iðjuþjálfa. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í samráði við þjónustuþega og sinnum við fjölbreyttri þjónustu til einstaklinga sem vegna sjúkdóma og/eða fötlunar þurfa aðstoð inn á heimili sitt. Sífellt er verið að vinna að umbótum og er starfið einstakt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 100%.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
Teymisstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu teymisins
Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
Samskipti við heilbrigðisstofnanir
Staðgengilshlutverk í fjarveru forstöðumanns
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er kostur
Reynsla af stjórnun og teymisvinnu kostur
Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann
Góð samskipta- og skipulagshæfni
Faglegur metnaður og frumkvæði
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
https://reykjavik.is/atvinna-og-mannaudur/hlunnindi
Fjölskylduvænt starf, dagvinna og vinnufyrirkomulag er samkvæmt samkomulagi
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur9. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.