Arion banki
Arion banki
Arion banki

Teymisstjóri greiðslumiðlunar og ábyrgða

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi leiðtoga í starf teymisstjóra greiðslumiðlunar og ábyrgða hjá Arion banka. Deildin er hluti af viðskiptaþjónustu sem tilheyrir sviði reksturs og menningar.

Hópurinn sér m.a. um að miðla viðskiptafærslum í erlendum greiðslum, uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum, skráningu, ráðgjöf og annarri umsýslu á ábyrgðarvörum bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun teymisins, mótun stefnu og yfirumsjón með verkefnum   
  • Stuðla að góðri liðsheild, leiða þróun og vera öðrum hvatning til góðra verka. 
  • Vinna með öðrum sviðum bankans að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu 
  • Ráðgjöf til aðila innan bankans um málefni sem tengjast verkefnum hópsins 
  • Þróun kerfa og verkferla 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi leiðtogahæfni, drifkraftur og samskiptafærni 
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýnin hugsun 
  • Góð þekking á starfsemi og innviðum fjármálafyrirtækja 
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti 
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi 
Auglýsing birt2. september 2024
Umsóknarfrestur12. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar