Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Teymisstjóri á skammtímadvöl Árlandi
Árland 9, innan Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, óskar eftir að ráða metnaðarfullan teymisstjóra í skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Í Árlandi 9 er veitt sólarhringsþjónusta þar sem fimm ungmenni dvelja hjá okkur aðra hverja viku. Unnið er eftir tengslamyndandi aðferðafræði þar sem allir fá að njóta sín í umhverfi sem einkennist af hlýju og virðingu.
Unnið er á blönduðum vöktum; dag, kvöld-, og helgarvöktum, eina helgi í mánuði. Um er að ræða 80- 100% starf sem skiptist jafnt í fagvinnu og vaktir þar sem teymisstjóri ber faglega ábyrgð á starfinu. Teymisstjórar eru hluti af stjórnunarteymi staðarins og leiða starfsemina ásamt forstöðumanni.
Staðan er laus eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýrir teymi í kringum einstaklinga og hefur umsjón með framkvæmd og skipulagi á þjónustu við einstaklinga þar með talið daglegum störfum og forgangsröðun verkefna starfsmanna í samráði við forstöðumann.
- Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir einstaklinga í teyminu og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þjónustuþörfum einstaklinga.
- Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við þjónustunotendur, starfsfólk og forstöðumann.
- Er leiðandi þegar kemur að því að vinna eftir verklagi og hugmyndafræði starfsstaðar.
- Sinnir fræðslu og leiðbeinir starfsfólki, samræmir vinnubrögð og þróar verkferla í samráði við forstöðumann.
- Hvetur og styður einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
- Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
- Reynsla af stjórnun æskileg.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta, tungumálaviðmið B1.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur17. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Umönnun Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Öflugur teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna – 80% vaktavinna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Esjutúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð
Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Leikskólinn Skerjagarður
Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Fífusalir
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Skóla- og frístundaliði - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Teymi um sérkennslu í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg
Ertu í leit að skemmtilegu starfi
Efstihjalli
Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í 55%
Leikskólinn Skýjaborg
Leikskólakennari
Urriðaból Garðabæ