Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á skammtímadvöl Árlandi

Árland 9, innan Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, óskar eftir að ráða metnaðarfullan teymisstjóra í skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.

Í Árlandi 9 er veitt sólarhringsþjónusta þar sem fimm ungmenni dvelja hjá okkur aðra hverja viku. Unnið er eftir tengslamyndandi aðferðafræði þar sem allir fá að njóta sín í umhverfi sem einkennist af hlýju og virðingu.

Unnið er á blönduðum vöktum; dag, kvöld-, og helgarvöktum, eina helgi í mánuði. Um er að ræða 80- 100% starf sem skiptist jafnt í fagvinnu og vaktir þar sem teymisstjóri ber faglega ábyrgð á starfinu. Teymisstjórar eru hluti af stjórnunarteymi staðarins og leiða starfsemina ásamt forstöðumanni.

Staðan er laus eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir teymi í kringum einstaklinga og hefur umsjón með framkvæmd og skipulagi á þjónustu við einstaklinga þar með talið daglegum störfum og forgangsröðun verkefna starfsmanna í samráði við forstöðumann.
  • Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir einstaklinga í teyminu og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þjónustuþörfum einstaklinga.
  • Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við þjónustunotendur, starfsfólk og forstöðumann.
  • Er leiðandi þegar kemur að því að vinna eftir verklagi og hugmyndafræði starfsstaðar.
  • Sinnir fræðslu og leiðbeinir starfsfólki, samræmir vinnubrögð og þróar verkferla í samráði við forstöðumann.
  • Hvetur og styður einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta, tungumálaviðmið B1.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur17. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar