Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar sér um og ber ábyrgð á rekstri starfsstöðva sem þjónusta fatlað fólk og eldra fólk auk þess að styrkja og styðja forstöðumenn starfsstöðva í störfum sínum. Skrifstofa stafstöðva og þróunar ber einnig ábyrgð á innra eftirliti með starfsemi starfsstöðvanna, framkvæmd nauðsynlegra breytinga í þjónustunni og þróun nýrra úrræða. Skrifstofan er tengiliður velferðarsviðs við:
- Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga í málaflokki fatlaðs fólks.
- Sjúkratryggingar Íslands vegna samninga um hjúkrunarrými og dagdvalir.
- Þau ráðuneyti sem málaflokkar fatlaðs fólks og eldra fólks falla undir hverju sinni.
Þjónustan sem veitt er gegnum skrifstofu starfsstöðva og þróunar miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi sem geta verið margskonar:
- Heimili, íbúðakjarnar og stuðningur á eigin heimili fyrir fatlað fólk í samræmi við þarfir þess og óskir.
- Hæfing, starfsþjálfun,vernduð vinna og samfélagshús sem öllum er ætlað að veita þjálfun og stuðning sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.
- Hjúkrunarsambýli og dagdeild fyrir eldra fólk með heilabilun.
- Félagsstarf eldra fólks sem býður upp á fjölbreytta, skipulagða dagskrá yfir vetrarmánuðina í þremur félagsmiðstöðum bæjarins.
Teymisstjórar óskast í nýjan íbúðakjarna
Velferðarsvið Kópavogsbæjar opnar nýjan íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk í apríl 2025.
Starfið felst í persónulegum stuðningi og þátttöku í faglegu starfi í samvinnu við forstöðuþroskaþjálfa, deildarstjóra og aðra teymisstjóra.
Um er að ræða sjö íbúða kjarna og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og valdeflandi samskipti. Unnið er eftir hugmyndafræðunum um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þátttaka í gerð einstaklingsáætlana.
-
Veitir stuðning við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
-
Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
- Tekur þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks samkvæmt faglegum áherslum velferðarsviðs. Veitir starfsfólki leiðsögn og ráðgjöf um framkvæmd þjónustu við íbúa.
- Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa í sínu teymi og tryggir að starfsemin mæti þeim.
- Sinnir vaktstjórn og utanumhaldi daglegrar þjónustu við íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfa, mennta- eða félagsvísinda.
- Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg.
- Þekking á meginhugmyndum er birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
Fríðindi í starfi
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniLeiðtogahæfniMannleg samskiptiMetnaðurSveigjanleikiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Við leitum að kennara?
Leikskólinn Sjáland
Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin
Ertu að leita að hlutastarf með afleysingarívafi?
NPA miðstöðin
Aðstoðarfólk óskast
NPA miðstöðin
Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Landspítali
Hjúkrunarnemar 1. og 2. árs á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Landspítali
Markaðsstjóri / Head of Marketing
Travelshift
Ferðaþjónusta fatlaðra Akstur
Teitur
Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf
Hjúkrunarfræðingur á dagdeild lyflækninga Fossvogi
Landspítali
Tenglar fyrir börn með miklar stuðningsþarfir - BS/BA gráða
Arnarskóli
Sjúkraliði óskast á sameinaðri endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali