Ferðafulltrúi

Teitur Dalvegur 22, 201 Kópavogur


Teitur leitar að ferðafulltrúa á skrifstofu sína. Um er að sumarstarf en gæti þróast sem hlutastarf t.d. með skóla. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á ferðamálum og nýtur þess að vera í samskiptum við fólk. Viðkomandi þarf að vera mjög skipulagður og búa yfir ríkri þjónustulund. 

Starfssvið
• Utanumhald bókunarkerfis og tilboðsgerð
• Samskipti við leiðsögumenn fyrir ferðir
• Almenn skrifstofustörf, símsvörun
• Meðhöndlun fyrirspurna
• Úrvinnsla ferðagagna


Hæfniskröfur
• Reynsla af ferðaskrifstofustörfum æskileg
• Góð enskukunnátta skilyrði
• Þýskukunnátta æskileg
• Rík þjónustulund og samskiptafærni
• Góð almenn tölvukunnátta
• Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði og öflug eftirfylgni

Frekari upplýsingar um starfið veitir Friederike Berger  í síma 515 2700 eða 660 0123   umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Vinsamlega sendið ferliskrár með tölvupósti á job@teitur.is merkt „ferðafulltrúi“. Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði heitið.

Um fyrirtækið:

Teitur Jónasson ehf er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt frá árinu 1963. Hjá fyrirtækinu starfa 50 starfsmenn. Teitur tekur á móti um 40.000 ferðamönnum ár hvert sem koma flestir frá Þýskalandi, Bretlandi, Kína og Norðulöndunum.
Einkunnarorð Teits eru þjónusta, traust og ánægja.

Umsóknarfrestur:

15.03.2019

Auglýsing stofnuð:

04.03.2019

Staðsetning:

Dalvegur 22, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Sölu- og markaðsstörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi