Kaffibarþjónn

Te & kaffi Reykjavík, 101 Reykjavík


Hefur þú brennandi áhuga á góðri þjónustu og kaffidrykkjargerð?

Te & Kaffi leitar að starfsfólki bæði í fullt starf og hlutastarf til að bætast við öflugan hóp okkar sem fyrir er á kaffihúsum Te og Kaffi.

Starfið felur í sér að veita viðskiptavinum Te og Kaffi framúrskarandi þjónustu, laga te og kaffidrykki að lokinni þjálfun í kaffiskóla Te og Kaffi, útbúa mat og annað meðlæti, fara með pantanir til viðskiptavina, frágang á vörum, opna og eða loka kaffihúsi, þrif og uppvask.

Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu af starfi á veitingahúsum eða sambærilegri starfsemi. Viðkomandi þarf að geta tekist á við krefjandi verkefni og hugsað í lausnum.

Um er að ræða framtíðarstarf og þarf umsækjandi að geta hafið störf ekki seinna en 20 ágúst 2019

Hæfniskröfur

20 ára eða eldri
Áhugi á sölu- og þjónustustörfum
Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi
Eiga auðvelt með að tileinka sér verkferla 
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Reynsla af kaffibarþjónastarfi kostur en ekki nauðsyn.

Umsóknir skulu berast á:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdHA7DayqqqUOQikdsFoe5UZeXe76rqJrbZRNcUrpypdy9Njg/viewform

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Reykjavík, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi