Moodup
Moodup
Moodup

Tæknistjóri

Moodup leitar að öflugum tæknistjóra (e. CTO) til að leiða hugbúnaðarþróun og tæknilega þjónustu fyrirtækisins. Stakkur er TypeScript, React, Node og Postgres. Í boði er að vinna hluta starfsins í fjarvinnu.

Moodup er ungt og ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem mælir starfsánægju hjá 35.000 starfsmönnum á 100 vinnustöðum. Moodup sendir starfsfólki reglulegar kannanir þar sem það tjáir sig í skjóli nafnleyndar. Stjórnendur geta síðan skoðað, greint, rætt og unnið með niðurstöður mælinga í mælaborði til að bæta starfsumhverfið. Sjá nánar á www.moodup.is.

Þrír starfsmenn eru hjá Moodup í dag: framkvæmdastjóri, tæknistjóri og sölustjóri. Við leitum að nýrri manneskja til að taka við keflinu af núverandi tæknistjóra, sem mun láta af störfum á næstu vikum. Við erum með skrifstofu í Sjávarklasanum úti á Granda, sem er samvinnurými (e. coworking space) með 70 fyrirtækjum.

Nánari upplýsingar veitir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri, á netfanginu [email protected].

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forgangsröðun og þróun nýrrar virkni (bæði fram- og bakendi)
  • Samskipti og tæknileg þjónusta fyrir viðskiptavini (t.d. villulagfæringar og endurbætur á núverandi virkni)
  • Ýmis tilfallandi verkefni tengd vöru- og viðskiptaþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi (t.d. tölvunar-, kerfis-, verk-, eðlis- eða stærðfræði)
  • Að lágmarki 2ja ára starfsreynsla við hugbúnaðarþróun
  • Þekking á TypeScript, React og Postgres/SQL
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á rituðu máli bæði á íslensku og ensku
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • DevOps reynsla er kostur (t.d. Linux, VPS og networking)
Auglýsing birt19. febrúar 2024
Umsóknarfrestur10. mars 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ReactPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TypeScript
Starfsgreinar
Starfsmerkingar