

Tæknistjóri (CTO) 1984 ehf.
Tæknistjóri (CTO) – 1984 hosting
1984 leitar að framsýnum og traustum tæknistjóra sem vill taka þátt í baráttunni fyrir persónuvernd, tjáningarfrelsi og sjálfbærri tækni. Við höfum boðið upp á hýsingarþjónustu á Íslandi frá árinu 2006 og byggjum alla starfsemi á frjálsum hugbúnaði og grænni orku.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Stefnumótun og þróun tæknilausna fyrirtækisins
-
Rekstur og uppbygging innviða
-
Öryggismál og persónuvernd
-
Leiðsögn og stuðningur við tækniteymi
-
Nýsköpun í hýsingarþjónustu og gagnavernd
Hæfniskröfur
-
Djúpur skilningur á netöryggi, netþjónarekstri og frjálsum hugbúnaði
-
Reynsla af kerfishönnun, skalanlegum lausnum og skýjaþjónustum
-
Hæfni til að leiða teymi með skýrleika og samvinnu að leiðarljósi
-
Sterk sýn á mannréttindi, tjáningarfrelsi og sjálfbærni í tækniheiminum
Við bjóðum
-
Hvetjandi og samfélagslega mikilvægt starfsumhverfi
-
Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á þróun hýsingar á Íslandi
-
Sveigjanleika í vinnu og sterka liðsheild
-
Starf sem þjónar réttlátari og frjálsari stafrænum heimi
-
Leiða þróun og rekstur tæknilegra innviða fyrirtækisins
-
Móta og innleiða tæknistefnu í samræmi við gildi 1984
-
Tryggja áreiðanleika, öryggi og persónuvernd í allri þjónustu
-
Skipuleggja og stýra verkefnum innan tækniteymis
-
Meta og innleiða nýjar lausnir sem styðja sjálfbærni og frjálsan hugbúnað
-
Viðhald og uppfærsla kerfa (m.a. Debian/Linux, netþjónar, netkerfi)
-
Sjá um vöktun, bilanaleit og forvarnir gegn öryggisógnum
-
Samstarf við aðra stjórnendur um nýsköpun og stefnumótun
Hæfniskröfur
-
Traust reynsla af Debian/Linux kerfum og kerfisstjórnun
-
Færni í Python og Django (eða sambærilegum vefgrunni)
-
Reynsla í Bash skriftum og sjálfvirknivæðingu
-
Þekking á Nagios eða öðrum eftirlits- og vöktunarkerfum
-
Skilningur á netöryggi, dulkóðun og gagnavernd
-
Hæfni til að hanna og reka skalanlega innviði
-
Reynsla af virtualized environments (t.d. KVM, Proxmox eða VMware)
-
Góð samskiptafærni og geta til að leiða teymi í samstarfi við aðra
Kostur en ekki skilyrði
-
Þekking á cloud infrastructure
-
Reynsla af Kubernetes
-
Reynsla af Docker
-
Reynsla af Ansible
- Reynsla af ISMS og hlýtingu staðla or lögbundinna krafna.
Þáttaka í kostnaði við hádegismat og þáttaka í líkamsræktarkostnaði.

