Össur
Össur
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana. Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku. Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.
Össur

Tæknistarf í viðhaldsdeild

Við leitum að liðsauka í viðhaldsdeild Össurar, sem hefur það hlutverk að sinna fjölbreyttum störfum í öllum deildum fyrirtækisins á Íslandi.

Við leitum að öflugri manneskju sem er áhugasöm um að takast á við nýjar áskoranir, er lipur í samskiptum og fellur vel inn í góðan hóp starfsfólks.

Við hvetjum fólk til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir:
people.iceland@ossur.com

Helstu verkefni og ábyrgð
Viðhald, rekstur og breytingar á tækjabúnaði fyrirtækisins
Nýsmíði á tækjabúnaði til framleiðslu
Uppsetning á tækjabúnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
Sveinspróf í vélvirkjun og/eða vélstjóranám er skilyrði
Eiga gott með að vinna í teymi og sjálfstætt
Jákvæðni
Stundvísi
Heiðarleiki
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.