Origo hf.
Origo hf.
Origo er nýsköpunarfyrirtæki sem veitir þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Origo á rætur sínar að rekja allt til ársins 1899, frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í áranna rás. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Viðskiptavinir Origo eru yfir 30.000 talsins er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja, opinberra aðila og einstaklinga á Íslandi. Hjá Origo starfa yfir 500 manns heima og að heiman. Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram. Saman breytum við leiknum! 
Origo hf.

Tæknistarf í Afgreiðslulausnum

Origo leitar að söluþenkjandi einstaklingi með brennandi áhuga á tæknimálum í teymi Afgreiðslulausna. Viðkomandi mun taka þátt í stefnumótun í lausnaúrvali með teyminu sem og hafa virka þátttöku í uppvexti sviðsins. Við leitum að einstaklingi með reynslu af viðskiptahugbúnaði og forritun.

Afgreiðslulausnir bjóða upp á framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa fyrirtækjum að veita úrvals þjónustu og að ná markmiðum sínum um umhverfisvænni og betri rekstur.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
  • Smíða tengingar við fjárhagskerfi
  • Innleiðingar á lausnum til viðskiptavina
  • Ráðgjöf, uppsetning og þjónusta:
    • Kassakerfi og sjálfsafgreiðslulausnir
    • Rafrænir hillumiðar, staðsetning senda, uppsetning í skýi og þjónusta
    • Uppsetning á handtölvum, skönnum og öðrum vöruhúsalausnum
    • Biðraðakerfi og Gestamóttaka
    • RFID, snjallbox, o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nákvæmni og skipulagshæfni
  • Frumkvæði, áræðni og lipurð í samskiptum
  • Eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar
  • Reynsla tengd viðskiptahugbúnaði æskileg
  • Menntun sem nýtist í starfi
    Fríðindi í starfi
    Frábær velferðar-og heilsustefna
    Öflugt félagslíf og mikill sveigjanleiki
    Framúrskarandi vinnuaðstaða
    Líkamsrækt og æðislegt mötuneyti
    Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.
    Auglýsing stofnuð23. maí 2023
    Umsóknarfrestur31. maí 2023
    Starfstegund
    Staðsetning
    Borgartún 37, 105 Reykjavík
    Starfsgreinar
    Starfsmerkingar
    Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.