Fagerberg Ísland
Fagerberg Ísland
Fagerberg Ísland

Tæknimanneskja

Fagerberg Ísland leitar að einstakling í tæknistarf.

Fagerberg Ísland er útibú Fagerberg A/S í Danmörku. Starfið fellst í þjónustu vörum frá Fagerberg s.s. lokum, rafdrifum, mælum og mælitækjum.

Með tæknistarfi er átt við þjónustu og uppsetningu á tækjabúnaði frá Fagerberg. Starfsmaður öðlast þjálfun í þjónustu á vörum frá helstu birgjum Fagerberg og mun vinna náið með samstarfsfólki á Íslandi en einnig Danmörku þar sem höfuðstöðvar Fagerberg A/S eru. Starfið krefst mikils áhuga á tækni, lausnarmiðuðu viðhorfi og ríkri þjónustulund. Dagleg vinna fer fram ýmist hjá viðskiptavinum eða á skrifstofu Fagerberg Ísland. Gert er ráð fyrir að starfsmaður verði í daglegum störfum á sér útbúnum þjónustubíl.

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Er lipur í mannlegum samskiptum
  • Sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hefur ríka þjónustulund og tekur ábyrgð á verkefnum

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta og viðhald á lokum, rafdrifum, mælum og mælitækjum
  • Aðstoð við sölu og ráðgjöf
  • Almenn umsýsla vörusendinga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af eða menntun í vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélfræðing, rafvirkja, rafeindavirkja, vél eða rafmagnstæknifræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Sjálfstæði vinnubrögð
  • Almenn tækniþekking og áhugi, nauðsynlegt.
  • Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Lausnamiðað hugarfar
  • Enskukunnátta
  • Íslenskukunnátta er kostur
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna

Auglýsing birt2. september 2024
Umsóknarfrestur1. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaByrjandi
Staðsetning
Trönuhraun 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar