BSI á Íslandi ehf.
BSI á Íslandi ehf.
BSI á Íslandi ehf.

Tæknimaður / Skoðunarmaður á skipasviði

BSI á Íslandi auglýsir eftir skoðunarmanni á skipaskoðunarsviði. Viðkomandi aðili mun hljóta þjálfun til að viðhalda og þróa eigin færni og þekkingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæma skoðanir með tilliti til krafna og reglugerðar. Skipaskoðanir BSI á Íslandi falla undir reglugerð nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar.
  • Undirbúa skýrslur og skila niðurstöðum.
  • Aðrar úttektir eftir hæfni.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • a) atvinnuskírteini skipstjóra sem heimilar honum að stjórna skipi sem er 600 brúttótonn að stærð eða meira (sbr. STCW-regla II/2) og hafa starfað til sjós í fimm ár að minnsta kosti sem yfirmaður á þilfari;eða
  • b) atvinnuskírteini yfirvélstjóra sem heimilar honum að taka að sér starf um borð í skipi þar sem afl aðalvélbúnaðar er 3.000 kW eða meira (sbr. STCW-regla III/2) og hafa starfað til sjós í fimm ár að minnsta kosti sem yfirmaður í vélarúmi; eða
  • c) lokið prófi sem skipaverkfræðingur/tæknifræðingur, vélaverkfræðingur/tæknifræðingur eða verkfræðingur/tæknifræðingur á sviði siglingamála og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta kosti; eða
  • d) iðnmenntun og meistararéttindi á viðkomandi sviði (svo sem: skipasmíði, plötusmíði, vélvirkjun, rafvirkjun eða rafeindavirkjun) og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta kosti. Skoðunarmaður skal hafa þekkingu á ákvæðum alþjóðasamninga og viðeigandi starfsaðferðum við skoðun á skipum og búnaði þeirra.
Auglýsing birt2. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Staðsetning
Skútuvogur 1d, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Meistarapróf í iðngreinPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Skipa- og bátasmíðiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Skýrslur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar