
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Tækniþenkjandi bílstjóri
Ert þú traustur og fjölhæfur ekill? Viltu starfa við greiningu, uppsetningu og viðgerð á búnaði?
Við leitum að jákvæðum og hraustum einstakling í starf bílstjóra og sérfræðings á verkstæði Advania. Þar starfar frábær hópur starfsfólks sem sinnir tækniþjónustu, uppsetningu og afhendingu búnaðar til viðskiptavina Advania í skemmtilegu umhverfi og í fjölbreyttum verkefnum.
Starfsmaður mun sjá um að afhenda búnað frá okkur til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og aðstoða við greiningu og uppsetningu á búnaði.
Starfið er tímabundið til loka janúar 2024 en möguleiki getur verið á framtíðarstarfi í lok tímabils.
Helstu verkefni og ábyrgð
Afhending búnaðar og uppsetning hjá viðskiptavinum
Skipulag, umsýsla og vinnsla með búnað fyrir og hjá viðskiptavinum
Samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn í öðrum deildum
Þátttaka í öðrum verkefnum innan deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð þekking á Windows stýrikerfum og Office hugbúnaði
Áhugi á tölvum og tækni ásamt viðgerðum á þeim
Lipurð í samskiptum, fagmennska og góð þjónustulund
Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Gild ökuréttindi
Hreint sakavottorð
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Bifvélavirki - Reykjanesbæ
Thrifty bílaleiga Reykjanesbær 19. júní Fullt starf

Bifvélavirki óskast / Mechanic wanted.
Icerental4x4 Reykjanesbær Fullt starf

Bifvéla og/eða vélvirki - Mechanic
BM Vallá Reykjavík Fullt starf

Varahlutasérfræðingur
Skaginn 3X ehf. Ísafjörður (+2) 20. júní Fullt starf

Starf við vöktun á upplýsingatæknikerfum
OK Reykjavík 18. júní Hlutastarf

Starfsmaður á verkstæði AVIS í Reykjanesbæ
Avis og Budget Reykjanesbær Fullt starf

Fasteignaumsjón í Engidalsskóla og leikskólanum Álfabergi
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 16. júní Fullt starf

Bifvélavirki - Car Mechanic
Bílvogur Kópavogur 15. júní Fullt starf

Bifvélavirki Porsche
Porsche á Íslandi Reykjavík Fullt starf

Bifvélavirki og/eða Vélstjóri á verkstæði
Íslenska gámafélagið Reykjavík 1. júlí Fullt starf

Manufacturing Technician
Alvotech hf Reykjavík 25. júní Fullt starf

Rafeindavirki
Vodafone Reykjavík 15. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.