Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í Hafnarfirði sem þróar og framleiðir samheitalyf fyrir önnur lyfjafyrirtæki á erlendum mörkuðum. Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það vaxið hratt og undirbýr nú útflutning á tugum lyfja. Í dag starfa um 190 manns hjá Coripharma. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is
Coripharma ehf.

Tæknimaður í Tæknideild

Tæknideild Coripharma sér um viðhald og eftirlit með mjög fjölbreytum tækjabúnaði í verksmiðju og rannsóknarstofu fyrirtækisins, sem staðsett er í Hafnarfirði. Öll viðhaldsvinna er skráð í viðhaldsforrit. Unnið verður á tvískiptum vöktum; dag- og kvöldvöktum auk bakvakta fimmtu hverja viku.

Við leitum nú eftir áhugasömum liðsauka sem hefur vélfræði eða vélvirkja menntun í deildina en um mjög spennandi tækifæri er að ræða þar sem einstaklingar fá fjölbreytta reynslu í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Fyrirbyggjandi viðhald, viðgerðir, eftirlit og breytingar á tækjabúnaði framleiðslu- og rannsóknarsviðs
Þátttaka í kvörðunum á tækjabúnaði
Þátttaka í uppsetningu á nýjum tækjabúnaði
Almennt húsnæðisviðhald á byggingum fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi er vélfræði eða vélvirkja menntun
Reynsla af viðgerðum á vélbúnaði, stýringum og rafbúnaði kostur
Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð skilyrði
Færni í mannlegum samskiptum
Mjög góða íslensku og ensku
Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur1. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.