
Neyðarlínan
Neyðarlínan ohf. var stofnuð í október 1995 og hóf neyðarsímsvörun í 112 1. janúar 1996.
Rekstur neyðarnúmersins 112 og tengdrar þjónustu eru enn megin viðfangsefni fyrirtækisins. Auk þess annaðist Neyðarlínan rekstur stjórnstöðvar Securitas frá sama tíma og þar til í október 2008.
Tæknimaður á tæknideild
Neyðarlínan leitar að sjálfstæðum og úrræðagóðum einstaklingi í starf tæknimanns. Tæknimaður er hluti af teymi starfsfólks sem vinnur náið saman að uppbyggingu og rekstri neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi. Í starfinu felst vinna við fjarskiptakerfi fyrir viðbragðsaðila og fjarskiptakerfi fyrir sjófarendur. Ásamt því að sjá um rekstur fjarskiptamannvirkja svo sem hús, möstur, stoðbúnað og fleira.
Starfsstöð er í Reykjavík en starfssvæðið er um allt land svo viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að ferðast vegna vinnu, jafnvel með stuttum fyrirvara.
Vinna fer almennt fram á dagvinnutíma. Ákveðnar aðstæður geta komið upp sem krefjast vinnu utan hefðbundins vinnutíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, rekstur og rekstrareftirlit fjarskiptabúnaðar og fjarskiptahýsinga, möstrum rafstöðvum og öðrum tengdum búnaði um allt land.
- Vöktunarkerfi fjarskiptastaða.
- Vinna við uppsetningar og rekstur löggæslumyndavéla
- Þátttaka í og leiða ný verkefni á sviði öruggra fjarskipta
- Aðkoma að rekstri tæknisala og tæknirýma
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi
- Menntun í rafeindavirkjun, rafvirkjun, vélvirkjun eða annarri iðn er kostur
- Starfsreynsla af rekstri fjarskiptabúnaðar er æskileg
- Góð þekking á upplýsingatækni er kostur
- Reynsla af ferðalögum um hálendið að sumri og vetri er kostur
- Geta til að vinna í hýsingum og í möstrum við krefjandi aðstæður, hvar sem er á landinu og á hvaða árstíma sem er
Auglýsing stofnuð14. nóvember 2023
Umsóknarfrestur29. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaRafvirkjunSamvinnaSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Óskum eftir metnaðarfullum starfsmanni í þjónustudeildina.
Rafmiðlun 
Windows kerfisstjóri
Origo hf.
Iðnmenntaður starfskraftur í Vatnsveitu Veitna
Veitur
Ert þú snjall tækja- og viðgerðarmaður?
LAVANGO ehf
Vélvirki
Norðurál
Spennandi starf í Tæknideild
Nortek
Skoðunarmaður ökutækja á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf
Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Lýsi
Rafvirki óskast - Verkstjórastaða með mannaforráð
Loðnuvinnslan hf
Kerfisstjóri
Kvika banki hf.
Bifvélavirki á kvöldvakt
Jaguar Land Rover
Bifvélavirki
Jaguar Land Rover