Neyðarlínan
Neyðarlínan

Tæknimaður á tæknideild

Neyðarlínan leitar að sjálfstæðum og úrræðagóðum einstaklingi í starf tæknimanns. Tæknimaður er hluti af teymi starfsfólks sem vinnur náið saman að uppbyggingu og rekstri neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi. Í starfinu felst vinna við fjarskiptakerfi fyrir viðbragðsaðila og fjarskiptakerfi fyrir sjófarendur. Ásamt því að sjá um rekstur fjarskiptamannvirkja svo sem hús, möstur, stoðbúnað og fleira.

Starfsstöð er í Reykjavík en starfssvæðið er um allt land svo viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að ferðast vegna vinnu, jafnvel með stuttum fyrirvara.

Vinna fer almennt fram á dagvinnutíma. Ákveðnar aðstæður geta komið upp sem krefjast vinnu utan hefðbundins vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning, rekstur og rekstrareftirlit fjarskiptabúnaðar og fjarskiptahýsinga, möstrum rafstöðvum og öðrum tengdum búnaði um allt land.
  • Vöktunarkerfi fjarskiptastaða.
  • Vinna við uppsetningar og rekstur löggæslumyndavéla
  • Þátttaka í og leiða ný verkefni á sviði öruggra fjarskipta
  • Aðkoma að rekstri tæknisala og tæknirýma
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi
  • Menntun í rafeindavirkjun, rafvirkjun, vélvirkjun eða annarri iðn er kostur
  • Starfsreynsla af rekstri fjarskiptabúnaðar er æskileg
  • Góð þekking á upplýsingatækni er kostur
  • Reynsla af ferðalögum um hálendið að sumri og vetri er kostur
  • Geta til að vinna í hýsingum og í möstrum við krefjandi aðstæður, hvar sem er á landinu og á hvaða árstíma sem er
Auglýsing stofnuð14. nóvember 2023
Umsóknarfrestur29. nóvember 2023
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar