Arion banki
Arion banki
Arion banki

Tæknilegur vörustjóri trygginga

Við leitum að öflugum aðila í starf tæknilegs vörustjóra trygginga. Tæknilegir vörustjórar eru þátttakendur í þverfaglegum vöruþróunarteymum Arion og hlutverk þeirra spilar stórt hlutverk í samspili vöru, ferla og tækni. Í því felst m.a. utanumhald á backlog tækniþróunar, aðkoma að rekstri, greiningar á kröfum stærri verkefna og samskipti við birgja. Tæknilegi vörustjórinn vinnur náið með öllum hlutverkum vöruþróunar ásamt öðrum hagaðilum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tæknileg vörustjórnun kerfa og stafrænna leiða sem snúa að utanumhaldi trygginga. 

  • Tæknileg forgangsröðun lítilla og meðalstórra verkefna 

  • Miðla tæknilegri sýn á tryggingavörur í þverfaglegu samstarfi innan Arion samstæðunnar   

  • Skipulagning á þeirri hugbúnaðarþróun sem er í forgangi hverju sinni 

  • Gerð kostnaðaráætlana og eftirfylgni í tengslum við aðkeypta þjónustu 

  • Samskipti við birgja 

  • Faglegt starf í hópi tæknilegra vörustjóra 

  • Tæknileg skjölun 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf er nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærilegt 

  • A.m.k. 3 ára reynsla af greiningu, hönnun og smíði hugbúnaðar 

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu 

  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni 

  • Þekking og reynsla af notkun Microsoft Business Central kostur 

  • Góð þekking og reynsla af teymisþróun hugbúnaðar 

  • Áhugi á að fylgjast með nýjungum og þróun í smíði hugbúnaðar 

  • Gott vald á rituðu máli, bæði íslensku og ensku 

Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar