![Arion banki](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-6ac25c0a-c1cc-48db-ab3b-71685b9fd874.png?w=256&q=75&auto=format)
![Arion banki](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-2d6a5d49-75ca-4c97-a108-ac7be79ec38b.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Tæknilegur vörustjóri trygginga
Við leitum að öflugum aðila í starf tæknilegs vörustjóra trygginga. Tæknilegir vörustjórar eru þátttakendur í þverfaglegum vöruþróunarteymum Arion og hlutverk þeirra spilar stórt hlutverk í samspili vöru, ferla og tækni. Í því felst m.a. utanumhald á backlog tækniþróunar, aðkoma að rekstri, greiningar á kröfum stærri verkefna og samskipti við birgja. Tæknilegi vörustjórinn vinnur náið með öllum hlutverkum vöruþróunar ásamt öðrum hagaðilum.
-
Tæknileg vörustjórnun kerfa og stafrænna leiða sem snúa að utanumhaldi trygginga.
-
Tæknileg forgangsröðun lítilla og meðalstórra verkefna
-
Miðla tæknilegri sýn á tryggingavörur í þverfaglegu samstarfi innan Arion samstæðunnar
-
Skipulagning á þeirri hugbúnaðarþróun sem er í forgangi hverju sinni
-
Gerð kostnaðaráætlana og eftirfylgni í tengslum við aðkeypta þjónustu
-
Samskipti við birgja
-
Faglegt starf í hópi tæknilegra vörustjóra
-
Tæknileg skjölun
-
Háskólapróf er nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærilegt
-
A.m.k. 3 ára reynsla af greiningu, hönnun og smíði hugbúnaðar
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
-
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni
-
Þekking og reynsla af notkun Microsoft Business Central kostur
-
Góð þekking og reynsla af teymisþróun hugbúnaðar
-
Áhugi á að fylgjast með nýjungum og þróun í smíði hugbúnaðar
-
Gott vald á rituðu máli, bæði íslensku og ensku
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)