Advania
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað. Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Advania

Tæknilegur söluráðgjafi

Enska auglýsingu má finna á heimasíðu okkar - ef þú smellir á "Sækja um" ferðu á heimasíðu okkar með ensku auglýsinguna // English version is available on our website - you can click "Apply" which redirects you to the advertisment on our website.

Viltu vera hluti af nýju, metnaðarfullu teymi sérfræðinga? Viltu vinna þvert á rekstrarteymi Advania?

Við leitum að öflugum og drífandi einstakling inn í ört stækkandi teymi hjá rekstrarlausnum Advania, Söluráðgjöf Microsoft. Hlutverk teymisins er að veita ráðgjöf varðandi nýtingu hugbúnaðarleyfa og hjálpa viðskipavinum að leysa vandamál með nýtingu tækni sem felst í skýjalausnum.

Viðkomandi þarf að hafa mikla reynslu af skýjalausnum og tengdum verkefnum. Viðkomandi kemur til með að vinna með afkastamiklu söluteymi, sérfræði- og ráðgjafateymi, rekstrarteymum sviðsins ásamt verkefnastýringu Advania.

Advania á Íslandi er eitt af 40 fyrirtækjum á heimsvísu sem bjóða uppá allt lausnarframboð Microsoft. Það eru 385 vottaðir sérfræðingar um heim allan hjá Advania samsteypunni, má ekki bjóða þér að vera næsti?

Meðal annars verða áherslur lagðar á að:

  • Skilja úrlausnarverkefni viðskiptavinar og veita ráðgjöf til þess að þeir nái sínum markmiðum
  • Styðja söluráðgjafa Advania í að veita ráðgjöf um þjónustu Advania byggða á viðskipta- og tækniþörfum viðskiptavina
  • Tilgreina afrakstur þjónustuverkefna með því að þróa ítarlegar verkáætlanir verkefna (SOWs)
  • Geta útskýrt flóknar hugmyndir og lausnir fyrir ólíka hópa ábyrgðaraðila
  • Vera tengiliður á milli viðskiptavina, sölu- og sérfræðihópa
  • Fylgjast með þróun markaðarins og bestu starfsvenjum, sérstaklega tengdum Azure og M365

Allir umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa góð tök á íslensku- og ensku, bæði í máli og ritun
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleika og jákvætt „við getum“ viðhorf
  • Frábær skipulags- og tímastjórnunarhæfni
  • Sterkur skilningur á skýjatækni (IaaS og PaaS)
  • Greiningarhæfni og nákvæmni með hagsmuni viðskiptavinar að leiðarljósi
  • Mikil reynsla af tæknilegri söluráðgjöf
  • Þekking og reynsla á Microsoft lausnum Azure og M365
Auglýsing stofnuð23. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.