

Tæknilegur söluráðgjafi
Enska auglýsingu má finna á heimasíðu okkar - ef þú smellir á "Sækja um" ferðu á heimasíðu okkar með ensku auglýsinguna // English version is available on our website - you can click "Apply" which redirects you to the advertisment on our website.
Viltu vera hluti af nýju, metnaðarfullu teymi sérfræðinga? Viltu vinna þvert á rekstrarteymi Advania?
Við leitum að öflugum og drífandi einstakling inn í ört stækkandi teymi hjá rekstrarlausnum Advania, Söluráðgjöf Microsoft. Hlutverk teymisins er að veita ráðgjöf varðandi nýtingu hugbúnaðarleyfa og hjálpa viðskipavinum að leysa vandamál með nýtingu tækni sem felst í skýjalausnum.
Viðkomandi þarf að hafa mikla reynslu af skýjalausnum og tengdum verkefnum. Viðkomandi kemur til með að vinna með afkastamiklu söluteymi, sérfræði- og ráðgjafateymi, rekstrarteymum sviðsins ásamt verkefnastýringu Advania.
Advania á Íslandi er eitt af 40 fyrirtækjum á heimsvísu sem bjóða uppá allt lausnarframboð Microsoft. Það eru 385 vottaðir sérfræðingar um heim allan hjá Advania samsteypunni, má ekki bjóða þér að vera næsti?
Meðal annars verða áherslur lagðar á að:
- Skilja úrlausnarverkefni viðskiptavinar og veita ráðgjöf til þess að þeir nái sínum markmiðum
- Styðja söluráðgjafa Advania í að veita ráðgjöf um þjónustu Advania byggða á viðskipta- og tækniþörfum viðskiptavina
- Tilgreina afrakstur þjónustuverkefna með því að þróa ítarlegar verkáætlanir verkefna (SOWs)
- Geta útskýrt flóknar hugmyndir og lausnir fyrir ólíka hópa ábyrgðaraðila
- Vera tengiliður á milli viðskiptavina, sölu- og sérfræðihópa
- Fylgjast með þróun markaðarins og bestu starfsvenjum, sérstaklega tengdum Azure og M365
Allir umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa góð tök á íslensku- og ensku, bæði í máli og ritun
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleika og jákvætt „við getum“ viðhorf
- Frábær skipulags- og tímastjórnunarhæfni
- Sterkur skilningur á skýjatækni (IaaS og PaaS)
- Greiningarhæfni og nákvæmni með hagsmuni viðskiptavinar að leiðarljósi
- Mikil reynsla af tæknilegri söluráðgjöf
- Þekking og reynsla á Microsoft lausnum Azure og M365











