Þjóðskrá
Hlutverk Þjóðskrár er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum. Innan starfssviðs Þjóðskrár er rekstur þjóðskrár, útgáfa skilríkja m.a. vegabréf og nafnskírteini, útgáfa vottorða ásamt ábyrgð á kjörskrárstofnum.
Þjóðskrá

Tæknilegur skilríkjasérfræðingur

Þjóðskrá leitar að tæknilegum skilríkjasérfræðingi til að starfa með skilríkjateymi stofnunarinnar. Starfið krefst mikillar yfirsýnar og sérhæfingar. Gerð er rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði starfi og er ætlast til að viðkomandi geti leiðbeint öðrum sérfræðingum og stjórnendum varðandi sitt sérsvið, þ.m.t. tæknilegum öryggiskröfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Yfir umsjón með dreifilyklaskipulagi (PKI) og þátttaka í öðrum verkefnum á sviði traustvottorða.
Tæknileg umsjón með þróun, prófun og rekstri upplýsingakerfa fyrir ferða- og persónuskilríkjaútgáfu.
Tengiliður stofnunarinnar við erlenda sem innlenda birgja og samstarfsaðila.
Þátttaka í gæðastarfi eftir því sem við á.
Önnur verkefni sem yfirmaður ákveður hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Grunnþekking á dreifilyklaskipulagi (PKI), traustvottorðum og öruggum samskiptum.
Færni til að tjá sig um tæknilega flókin mál bæði á ensku og íslensku.
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
Auglýsing stofnuð13. janúar 2023
Umsóknarfrestur30. janúar 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.