
Íslandshótel
Íslandshótel reka 18 hótel á Íslandi — Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Centrum, Hótel Reykjavík Sögu auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.
Hjá Íslandshótelum starfa þegar mest lætur um 800 manns og býður fyrirtækið upp á rúmlega 1.700 herbergi.
Íslandshotel vinnur að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er. Hótel Reykjavík Grand er fyrsta hótel Íslandshótela til að hljóta Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel.
---
Islandshotel are a chain of 18 hotels around Iceland - Hotel Reykjavik Grand, Hotel Reykjavik Centrum, Hotel Reykjavik Saga along with Fosshotels around the country.
Over the high season there are over 800 team members working with Islandshotel.

Tæknifulltrúi á skrifstofu - IT
Hefur þú áhuga á tækni og ánægju af því að hjálpa öðrum?
Við leitum að tæknisinnaðri og lausnamiðaðri manneskju sem vill taka þátt í að styðja starfsfólk okkar á skrifstofum og hótelum félagsins með framúrskarandi þjónustu og faglegum stuðningi.
Reynsla er ekki skilyrði, en umsækjendur þurfa að hafa grunnþekkingu á tækniumhverfi, hvort sem hún er fengin úr námi, áhugamálum, leik eða fyrra starfi.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og fer fram í lifandi umhverfi tengdu hótelrekstri, þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu og samfellu í rekstri.
Helstu verkefni:
- Notendaþjónusta við starfsfólk út frá þjónustubeiðnum, bæði hótelin og skrifstofu, á staðnum eða með fjartengingu
- Uppsetning, viðhald og eftirlit á tölvum, vinnustöðvum og öðrum tæknibúnaði
- Aðstoða við vandamál og útbúa leiðbeiningar tengdar vél- og hugbúnaði
- Aðstoða við innleiðingu og notkun á helstu kerfum tengdum rekstri
- Veita einfaldar leiðbeiningar í öryggismálum, t.d. varðandi phishing og örugga notkun tölvukerfa
- Önnur tilfallandi verkefni á upplýsingatæknisviði
Hæfniskröfur:
- Grunnþekking á tækniumhverfi (reynsla er kostur en ekki skilyrði)
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Geta til að forgangsraða og leysa fjölbreytt verkefni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Bílpróf er kostur
Við bjóðum:
- Fjölbreytt og lifandi starfsumhverfi
- Gott samstarf við öflugt tækniteymi
- Tækifæri til að læra og þróast í starfi
- Traustan vinnustað innan rótgróins fyrirtækis í ferðaþjónustu
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Gildi Íslandshótela eru: Hugrekki - Samvinna - Fagmennska - Umhyggja
Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Reiknistofa bankanna

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Sensa ehf.

Stafrænn leiðtogi hjá Vegagerðinni
Vegagerðin

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

Software Engineer (AI & Data) - Jónsbók
Jónsbók

Sérfræðingur í Kerfisrekstri
Landsbankinn

Öflugur forritari
Edico