Íslandshótel
Íslandshótel
Íslandshótel

Tæknifulltrúi á skrifstofu - IT

    Hefur þú áhuga á tækni og ánægju af því að hjálpa öðrum?
    Við leitum að tæknisinnaðri og lausnamiðaðri manneskju sem vill taka þátt í að styðja starfsfólk okkar á skrifstofum og hótelum félagsins með framúrskarandi þjónustu og faglegum stuðningi.

    Reynsla er ekki skilyrði, en umsækjendur þurfa að hafa grunnþekkingu á tækniumhverfi, hvort sem hún er fengin úr námi, áhugamálum, leik eða fyrra starfi.
    Starfið er fjölbreytt og krefjandi og fer fram í lifandi umhverfi tengdu hótelrekstri, þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu og samfellu í rekstri.

    Helstu verkefni:

    • Notendaþjónusta við starfsfólk út frá þjónustubeiðnum, bæði hótelin og skrifstofu, á staðnum eða með fjartengingu
    • Uppsetning, viðhald og eftirlit á tölvum, vinnustöðvum og öðrum tæknibúnaði
    • Aðstoða við vandamál og útbúa leiðbeiningar tengdar vél- og hugbúnaði
    • Aðstoða við innleiðingu og notkun á helstu kerfum tengdum rekstri
    • Veita einfaldar leiðbeiningar í öryggismálum, t.d. varðandi phishing og örugga notkun tölvukerfa
    • Önnur tilfallandi verkefni á upplýsingatæknisviði

    Hæfniskröfur:

    • Grunnþekking á tækniumhverfi (reynsla er kostur en ekki skilyrði)
    • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
    • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
    • Geta til að forgangsraða og leysa fjölbreytt verkefni
    • Góð íslensku- og enskukunnátta
    • Bílpróf er kostur

    Við bjóðum:

    • Fjölbreytt og lifandi starfsumhverfi
    • Gott samstarf við öflugt tækniteymi
    • Tækifæri til að læra og þróast í starfi
    • Traustan vinnustað innan rótgróins fyrirtækis í ferðaþjónustu

    Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.


    Gildi Íslandshótela eru: Hugrekki - Samvinna - Fagmennska - Umhyggja


    Lærðu meira um Íslandshótel

    Auglýsing birt20. janúar 2026
    Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
    Tungumálahæfni
    ÍslenskaÍslenska
    Nauðsyn
    Framúrskarandi
    EnskaEnska
    Nauðsyn
    Mjög góð
    Staðsetning
    Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
    Starfstegund
    Hæfni
    PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
    Starfsgreinar
    Starfsmerkingar