Björgun ehf.
Björgun ehf.
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf. og hafa þessi félög rótgróna sögu á Íslandi sem rekja má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Hjá fyrirtækjunum starfa um 200 manns á starfsstöðvum víða um land en skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða 7. Björgun ehf. er leiðandi framleiðandi steinefna til hverskonar mannvirkjagerðar á Íslandi. Félagið aflar hráefnis úr námum á hafsbotni með uppdælingu efnisins sem síðan er flutt til frekari vinnslu á athafnasvæði félagsins. Björgun hefur um árabil stundað verktöku af ýmsu tagi, svo sem hafnardýpkun, uppdælingu á efni til landfyllinga fyrir ýmsa aðila og uppdælingu á efni til frekari framleiðslu á vegum annarra. Á síðari árum hefur Björgun staðið að landaþróunarverkefnum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra. Verkefnin eiga það sammerkt að standa öll við ströndina og má segja að félagið sé frumkvöðull að uppbygging strand- og bryggjuhverfa hér á landi.
Björgun ehf.

Tækjastjórnandi - Wheel Loader operator

Björgun leitar að duglegum og drífandi tækjastjórnanda. Starfið felur í sér vinnu á hjólaskóflu í steinefnavinnslunni okkar í Lambafelli, miðja leið milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar.

Um er að ræða fullt starf til framtíðar með skilgreindum vinnutíma frá 07:00-17:30. Auk þess er frekari yfirvinna í boði ásamt hlunnindum s.s. bílastyrk.

We are looking for a qualified operator on a wheel loader for our mine in Lambafell (between Reykjavík and Þorlákshöfn). This is a full time role with the working hours of 07:00-17:30. Overtime often available along side perks such as car grants.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórnun hjólaskóflu
Vinnsla steinefna
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Vinnuvélaréttindi (F)
Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
Góð ensku og/eða íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
Greitt fyrir notkun eigin bifreiðar og aksturtími greiddur
Auglýsing stofnuð23. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Völuteigur 7-11 7R, 270 Mosfellsbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.