

Tækjamaður í garðyrkju - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða tækjamann í garðyrkju í þjónustumiðstöð. Þjónustumiðstöð heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið og er staðsett að Norðurhellu 2. Um er að ræða 100% stöðugildi í dagvinnu, auk bakvakta.
Í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar eru 20 stöðugildi og starfa starfsmenn við mjög fjölbreytt viðhaldsverkefni á svæðum bæjarins sem og við stofnanir.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn garðyrkjustörf
- Viðhald og viðgerðir á götum, göngustígum, niðurföllum, regnvatnslögnum o.fl.
- Snjómokstur og hálkueyðing á götum og göngustígum
- Viðhald, umhirða og viðgerðir á opnum svæðum og á stofnanalóðum
- Viðhald, viðgerðir, umhirða og eftirlit með eignum sem tilheyra bænum
- Vinna við hátíðarhöld og viðburði á vegum bæjarins
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meiraprófsréttindi C eða C1
- Vinnuvélaréttindi
- Garðyrkjumenntun eða reynsla af garðyrkju æskileg
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Marktæk og góð reynsla af akstri stærri tækja
- Jákvætt viðmót þjónustulund, samstarfs- og samskiptahæfni
- Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Líkamlega fær um að sinna þeim verkefnum sem starfið felur í sér
- Góð íslenskukunnátta
- Enskukunnátta kostur
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf.
Nánari upplýsingar um starfið veita Hafsteinn Viktorsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: [email protected] og Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2025.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

































