Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum.
Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.
Tækjamaður
Slippurinn Akureyri auglýsir eftir öflugum og þjónustulunduðum einstaklingi til að takast á við starf tækjamanns. Viðkomandi mun starfa í hópi metnaðarfullra starfsmanna sem sinna viðhaldi skipa og framleiðslu á vörum fyrirtækisins.
Um er að ræða fullt starf á starfsstöð félagsins á Akueyri. Vinnutími er 7:30 til 15:45 virka daga og yfirvinna eftir þörfum. Við hvetjum öll kyn að sækja um, Starfið er í senn fjölbreytt og krefjandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun skotbómulyftara og bílkrana í þjónustu við verkefni í vinnslu
- Frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra
- Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður leggur til
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi
- Ökuréttindi, Meirapróf kostur
- Öryggisvitund
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt mötuneyti
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur11. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMeðalhæfni
EnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
MálningarvinnaMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Véla og viðgerðarmaður
Stólpi smiðja
Starfsmaður á renniverkstæði / CNC
Embla Medical | Össur
LAGERSTJÓRI
BM Vallá
Hópstjóri lyftara
IKEA
Yfirvélstjóri á flutningaskip Eimskips
Eimskip
Uppsetningarmaður í skiltagerð
Xprent- hönnun og merkingar ehf
Stöðvarstjóri - Akureyri
Terra hf.
Starfsfólk í vöruhús Samskipa
Samskip
Lyftaramaður á grófvörulager
Byko
Stevedores/Forklift drivers needed, part time
Klettur-Skipaafgreiðsla ehf.
Kranamaður - We are hiring a mobile crane operator
Einingaverksmiðjan
Vélamaður á Hólmavík
Vegagerðin