
Embla Medical | Össur
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Markmið okkar er að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana. Embla Medical var stofnað árið 2024 til að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins í heilbrigðistækni. Vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og ForMotion tilheyra öll Emblu Medical.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu með um 4.500 starfsmenn í yfir 40 löndum. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. Félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er kjarninn í okkar árangri. Sem hátæknifyrirtæki leggjum við ríka áherslu á að laða að okkur hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram og sýnir frumkvæði.

Tækjaforritari | Embedded Developer
Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?
Össur leitar af metnaðarfullum forritara til starfa í Bionics deildar þróunarsviðs (R&D). Bionics teymið ber ábyrgð á þróun tölvustýrðra örgjörvastýrðra gervihnjáa og ökkla, hannað til þess að bæta hreyfanleika fólks. Forritarar eru hluti af þverfaglegu teymi innan þróunarsviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forritun á vélbúnaði fyrir tölvustýrð stoðtæki
 - Þátttaka í stefnumótun fyrir þróun á tölvustýrðum vörum Össurar
 - Þátttaka í áhættugreiningum
 - Þróun og viðhald á prófunartækjum og aðferðum
 - Þróun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um lækningartæki
 
Menntunar- og hæfniskröfur
- M.Sc. gráða í tölvunarfræði eða verkfræði
 - Lágmark 5 ára reynsla af forritun
 - Þekking og reynsla af tölvukerfum, t.d. C,C++ og Python
 - Reynsla af rauntímakerfum og Bluetooth
 - Reynsla af þróun lækningatækja er kostur
 - Framúrskarandi enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
 
Fríðindi í starfi
- 
Líkamsræktarstyrkur
 - 
Samgöngustyrkur
 - 
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
 - 
Mötuneyti
 - 
Árlegur sjálfboðaliðadagur
 - 
Öflugt félagslíf
 
Auglýsing birt8. desember 2023
Umsóknarfrestur7. janúar 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Senior Data Analyst
Bókun / Tripadvisor

Sérfræðingur í sjálfvirkum stjórnkerfum
First Water

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Leiðandi sérfræðingur í kostnaðargreiningu 
Sjúkratryggingar Íslands

Verkefnastjóri í framkvæmdadeild Olís
Olís ehf.

VFX Artist
CCP Games

Senior Data Engineer
CCP Games

Véla- og veituhönnun
EFLA hf

Sérfræðingur í áætlanagerð
Coca-Cola á Íslandi

Sérfræðingur í mælarekstri
Veðurstofa Íslands

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð