Vatnsveita Kópavogs
Vatnsveita Kópavogs
Vatnsveita Kópavogs

Tækifæri fyrir iðnaðarmann

Vatnsveita Kópavogs annast rekstur og viðhald á dreifikerfi neysluvatns í Kópavogi. Vatninu er dælt úr og um stofnlagnir, dreifikerfi og heimæðar til íbúa, fyrirtækja og stofnana í Kópavogi og Garðabæ. Starfsemi vatnsveitunnar uppfyllir skilyrði matvælareglugerðar og er vatnsveitan með virkt innra eftirlit og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Iðnaðarmaður sér um eftirlit, viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, miðlunartönkum og brunnsvæði vatnsveitu Kópavogsbæjar. Þá vinnur iðnaðarmaður að nýframkvæmdum og þróun á dreifikerfi vatnsveitunnar. Á meðal hefðbundinna starfa vatnsveitunnar er m.a. lekaleit og lekaviðgerðir, nýlagnir og endurnýjun á heimtaugum og stofnlögnum ásamt vöktun á vatnabúskap dreifikerfisins, miðlunartanka og brunnsvæðis.

Starfsemi vatnsveitunnar heyrir undir umhverfissvið Kópavogsbæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, miðlunartönkum og brunnsvæði vatnsveitu Kópavogsbæjar.
  • Vinna að lagningu nýrra heimtauga og við nýframkvæmdir.
  • Eftirlit með viðhaldsþörf á dreifikerfi og búnaði vatnsveitunnar.
  • Fylgjast með sívöktunarkerfi vatnsveitu og bregðast við frávikum.
  • Leysa fjölbreytt verkefni eftir ábendingar frá íbúum og í samráði við þá.
  • Önnur verkefni sem unnin eru í samráði við verkstjóra og yfirmenn þjónustumiðstöðvar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði pípulagna, vélvirkjunar eða önnur tæknimenntun eða iðnmenntun.
  • Reynsla af vinnu við vatnsveitur kostur.
  • Þekking á suðu og meðhöndlun stærri plastlagna og tengistykkja.
  • Aukin ökuréttindi og/eða vinnuvélaréttindi æskileg.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og verkkunnátta.
  • Jákvæðni, kurteisi og þjónustulipurð.
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur.
  • Starfsmannafatnaður.
  • Starfsöryggi.
  • Góð vinnuaðstaða.
  • Íþróttastyrkur.
  • Frítt í sund í Kópavogi.
Auglýsing birt26. september 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Askalind 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar