Alma íbúðarfélag
Alma er sjálfstætt fasteignafélag í eigu Langasjávar ehf. Félagið á og rekur fjölda fasteigna, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, víðsvegar um landið. Stefna Ölmu er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á öruggt og vandað leiguhúsnæði, hátt þjónustustig og sveigjanleika, í því skyni að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari.
Sviðsstjóri viðhalds og framkvæmda
Alma íbúðafélag leitar að öflugum einstakling í starf sviðstjóra viðhalds og framkvæmda.
Sviðstjóri ber ábyrgð á skipulagningu, verkstjórn og eftirfylgni með öllum verkframkvæmdum félagsins, auk þess að taka þátt í stefnumótun viðhaldssviðs og setningu verkferla til lengri tíma.
Helstu verkefni eru umsjón með standsetningu íbúða í lok leigutíma (innréttingar, parketlögn, málning), umsjón með minniháttar viðhaldi á meðan leigutíma stendur, umsjón með viðhaldi ytra byrðis, kostnaðareftirlit og tilboðsleit.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með fasteignum félagsins, rekstri þeirra og viðhaldi, þ.m.t. ábyrgð á mótun ferla og þátttaka í stefnumótun í samráði við aðra stjórnendur
- Stýring verkefna sem tengjast rekstri og viðhaldi fasteigna.
- Umsjón með starfsmönnum viðhaldssviðs.
- Yfirumsjón með útvistun viðhaldsverkefna og ábyrgð á samningum við birgja og verktaka.
- Gerð viðhalds og kostnaðaráætlanna, eftirfylgni og upplýsingagjöf til annarra stjórnenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði byggingarfræði, tengdum greinum eða viðeigandi iðnmenntun
- 2-3 ára reynsla sem nýtist í starfi
- Leiðtoga og stjórnunarhæfileikar
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í skipulagningu– og forgangsröðun
- Almenn tölvukunnátta
- Góð aðlögunarhæfni og geta til að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun
- Þjálfunar- og þróunartækifæri
- Góður starfsandi í ört vaxandi og spennandi vinnuumhverfi
Auglýsing birt1. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiInnleiðing ferlaMetnaðurÖkuréttindiSkipulagSmíðarStundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri uppsetninga
Kambar Byggingavörur ehf
BYKO auglýsir eftir svæðisstjóra fagaðila í verslun BYKO á A
Byko
Verkefnastjóri
Blikkás ehf
Sérfræðingur á sviði fasteignatjóna
Sjóvá
Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar
Sérfræðingur á Framkvæmdasviði
Landsvirkjun
Svæðistjóri Suðurlands
HS Veitur hf
Burðarþolshönnuður óskast
Hnit verkfræðistofa hf
Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra
Byggingarverk- eða tæknifræðingur
First Water
Byggingafræðingur/arkitekt
ALARK arkitektar ehf