dk hugbúnaður
dk hugbúnaður

Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs

dk hugbúnaður óskar eftir ráða framsýnan og árangursdrifinn einstakling til að leiða sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Sviðsstjóri ber ábyrgð á að hámarka möguleika söluteymis, stýra gerð söluáætlana og fylgja eftir markmiðum ásamt virkri miðlun og samskiptum við eigendur. Auk þess tekur sviðsstjóri þátt í stefnumótun fyrirtækisins og áætlanagerð um frekari sókn og vöxt ásamt öðrum í framkvæmdastjórn.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun og innleiðing á sölustefnu
  • Áætlanagerð ásamt eftirfylgni og framkvæmd
  • Markmiðasetning söluteymis
  • Uppbygging og efling langtíma sambanda við viðskiptavini
  • Framsetning og kynning á sölu- og kostnaðarskýrslum til stjórnenda og eigenda
  • Koma auga á markaðstækifæri og fylgja þeim eftir


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, markaðsfræði eða sambærilegt nám
  • Góð reynsla af b2b sölustjórnun
  • Reynsla af stjórnun og framúrskarandi leiðtogahæfni
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Reynsla af framsetningu sölumarkmiða
  • Góð hæfni til að greina og miðla gögnum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Um dk hugbúnað:

dk hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í yfir aldarfjórðung, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.

Í dag eru notendur dk hugbúnaðar hérlendis um 11.000, úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. Hýsingarþjónusta dk er ein sú stærsta á landinu í dag og eru yfir 31.000 fyrirtæki í hýsingu hjá dk hugbúnaði.

Hjá dk starfar samheldinn hópur fólks við þróun og þjónustu viðskiptalausna. Starfsfólk dk býr yfir miklum styrkleikum og um árabil hefur fyrirtækið fengið viðurkenningar sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, Framúrskarandi fyrirtæki í rekstri Keldunnar og Viðskiptablaðsins ásamt því að fá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar síðastliðin þrjú ár.

Leiðarljós dk er að vera skemmtilegur og lifandi vinnustaður þar sem metnaðarfullir einstaklingar fá að njóta sín og þróast í starfi. Nánari upplýsingar um dk má finna á www.dk.is.

dk er í eigu TSS (Total Specific Solutions), sem á yfir 185 fyrirtæki í heiminum í dag í 32 löndum. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19 og þar af tvö á Íslandi.


Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar