Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar.

Menningar- og íþróttasvið er tiltölulega nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem varð til með sameiningu menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs 1. janúar 2023. Menningar- og íþróttasvið ber ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar- og íþróttalífið.

Launakjör sviðsstjóra heyra undir ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri heyrir beint undir borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er af borgarráði í starf sviðsstjóra til fimm ára.

Ábyrgðarsvið

  • Ábyrgð og dagleg yfirstjórn og samhæfing þjónustu og starfskrafta menningar- og íþróttasviðs.
  • Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum.
  • Leiðir áframhaldandi þróun og uppbyggingu sviðsins.
  • Undirbúningur mála fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð og ábyrgð á og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins.
  • Stefnumótun í menningar- og íþróttamálum í samvinnu við menningar-, íþrótta- og tómstundaráð.
  • Forysta við þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í menningar- og íþróttamálum ásamt mati á árangri og eftirliti.
  • Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir menningar- og íþróttasvið.
  • Samráð við Bandalag íslenskra listamanna, menningarsamtök, ÍBR og íþróttahreyfinguna og aðra hagsmunaaðila um menningar- og íþróttamál.
  • Samstarf við opinbera aðila í menningar- og íþróttamálum innanlands og utan.
  • Tilheyrir yfirstjórn og neyðarstjórn Reykjavíkurborgar.



Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er nauðsynleg.
  • Þekking og/eða reynsla af málaflokkum menningar og íþrótta.
  • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynslu af því að leiða breytingar.
  • Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótunarvinnu, þjónustustarfsemi og áætlanagerð.
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga.
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.


Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2025.

Umsjón með ráðningu hefur ráðgjafarfyrirtækið Intellecta. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samráði við Intellecta. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar ([email protected]). Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar