Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Við leitum að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar. Leitað er að stjórnanda með skýra sýn og brennandi áhuga á fræðslu- og frístundamálum til að leiða málaflokkinn á miklum uppbyggingartímum í sveitarfélaginu.
Mosfellsbær er í fremstu röð þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og er lögð mikil áhersla á innleiðingu menntastefnu Mosfellsbæjar sem felur m.a. í sér að unnið er að velferð og vexti allra með jákvæðum samskiptum, valdeflingu og sveigjanleika að leiðarljósi. Þá er lögð rík áhersla á innleiðingu farsældarlaganna í Mosfellsbæ og starfsfólk fræðslu- og frístundasviðs og velferðarsviðs eiga í nánu samstarfi um það verkefni.
Fræðslu- og frístundasvið starfrækir fimm grunnskóla, átta leikskóla, frístundamiðstöðina Bólið, Listaskóla Mosfellsbæjar og öfluga skólaþjónustu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og situr í yfirstjórn sveitarfélagsins.
- Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd fræðslu- og frístundamála
- Undirbúningur mála fyrir fræðslunefnd og eftirfylgni með ákvörðunum nefndarinnar
- Stefnumótun í fræðslu- og frístundamálum í samvinnu við fræðslunefnd
- Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og
starfsmannamálum - Forysta við þróun og innleiðingu nýjunga á sviði fræðslu- og
frístundamála ásamt mati á árangri og eftirliti - Yfirumsjón með framkvæmd laga og samþykkta um fræðslumál
- Samráð við opinbera aðila, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila á sviði fræðslu- og frístundamála
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Farsæl reynsla af stjórnun með mannaforráð er skilyrði
- Víðtæk þekking á skóla- og frístundaumhverfi sveitarfélaga
- Góð þekking á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar
- Víðtæk reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu
- Leiðtogahæfni og reynsla af breytingastjórnun og nýsköpun í starfi
- Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku