

Sundlaugavörður
VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM SUNDLAUGARVÖRÐUM TIL STARFA Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVUM Í MOSFELLSBÆ
Dagleg verkefni lúta meðal annars að afgreiðslu, þjónustu við þá sem nýta sér þjónustu íþróttamiðstöðvanna, jákvæðum samskiptum við gesti/starfsmenn/aðra, símsvörun og upplýsingarmiðlun, almennum þrifum og mælingum ásamt sundlaugargæslu, öryggisgæslu, klefavörslu, baðvörslu, gangavörslu sem og öðrum verkefnum sem snúa að uppgjöri og tækjakostum íþróttamiðstöðvarinnar.
Ábyrgðarsvið starfsmanns er að hafa jákvæð áhrif á vellíðan og virkni í samskiptum við aðra. Snyrtimennska, stundvísi og hreinlæti eru nauðsynleg.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.
- Laugarvarsla
- Baðvarsla
- Jákvæð samskipti
- Þrif
- Afgreiðsla
· Hæfnispróf sundstaða, samkvæmt samþykktri reglugerð hverju sinni
· Þekking og reynsla af skyndihjálp
· Reynsla af starfi sundlaugarvarðar eða innan íþróttahúss kostur
· Viðkomandi þarf að vera með mjög góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund
· Hæfni til þess að vinna á uppbyggilegan hátt í teymi er mikilvæg
· Þarf að geta unnið sjálfstætt og brugðist við ýmsum óvæntum uppákomum.
· Almenn tölvukunnátta er skilyrði
· Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
· Nauðsynlegt er að sýna nákvæmni, vandvirkni og samviskusemi
· Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
· Góð íslenskukunnátta













