Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Sundlaug Kópavogs - Hlutastarf

Laugarvörður - Sundlaug Kópavogs - Hlutastarf

Laust er til umsóknar 58% starf í móttöku sundlaugarinnar og við laugarvörslu, þrif og baðvörslu í búningsklefum kvenna. Unnið er á vöktum. Á hverjum fjórum vikum eru þrjár kvöldvaktir (ein á fimmtudegi og tvær á föstudegi) klukkan 14:05 - 22:30 og ein morgunvakt klukkan 06:15 – 14:15 (á þriðjudegi í sumu viku og kvöldvakt á fimmtudegi og önnur á föstudegi er). Þá eru helgarvaktir (laugardagur og sunnudagur) aðra hverja helgi klukkan 07:45 – 20:30.

Sundlaug Kópavogs er staðsett í vesturbæ Kópavogs, stutt frá Hamraborginni. Mannvirkið var að stórum hluta endurnýjað á árinu 2008 og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni, ásamt heitum pottum, köldum potti, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa á fjórða tug manna við þjónustustörf og öryggisgæslu.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 15. júlí 2023, en þjálfun yrði að fara fram fyrir þann tíma.
  • Starfshlutfall er 58%.
  • Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Allgóð sundkunnátta áskilin.
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir, samviskusamir, vinnusamir, þjónustulundaðir og góðir í samskiptum.
  • Starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.
  • Eingöngu konur koma til greina í starfið.
  • Starfið krefst nokkurrar íslenskukunnáttu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipta má störfum starfsmanna sundlaugarinnar í þrjú svið, ÖRYGGI, ÞRIF og ÞJÓNUSTU.
Á vinnustaðnum eru þrjú megin störf sem starfsfólk þarf að leysa af hendi.
Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.
Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit.
Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.

Frekari upplýsingar

Mikilvægt er að upplýsingar um meðmælendur fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Þorsteinsson í netfanginu jakob@kopavogur.is.

Auglýsing stofnuð30. maí 2023
Umsóknarfrestur31. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgarholtsbraut 17, 200 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SundPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.