Ölgerðin
Ölgerðin
Ölgerðin

Sumarstörf í þjónustudeild

Við leitum eftir duglegu og jákvæðu fólki til að starfa í fjölbreyttum störfum þjónustudeildar Ölgerðarinnar í sumar.

Þjónustudeild sinnir fjölbreyttum verkefnum við tækjakost Ölgerðarinnar. Leitað eftir eftir einstaklingum til að sinna hreinsunum á bjórkerfum, minni háttar viðgerðum og uppsetningu tækjabúnaðar á börum og veitingahúsum, ásamt móttöku og afgreiðslu tækja á tækjaverkstæði.

Starfsfólk þjónustudeildar er mikið á ferðinni og þarf starfsfólk að hafa bílpróf.

Hæfniskröfur

· Rík þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Almennt verkvit, og reynsla af minni háttar viðgerðum kostur.

· Útsjónarsemi.

· Stundvísi og góð framkoma

· Góð samskiptahæfni

· Samviskusemi og jákvæðni

· Góð íslensku- og ensku kunnátta

· Geta unnið undir álagi.

· Reglusemi og snyrtimennska

· Bílpróf

· Hreint sakarvottorð

Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um.

Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Grjótháls 7-11, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar