Byko
Byko
Byko

Sumarstörf í lagna- og timburafgreiðslu BYKO Suðurnes

Við í BYKO á Suðurnesjum erum að leita að öflugum einstaklingum til liðs við okkur í sumar. Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.

Um er að ræða sumarstörf í lagna- og timburafgreiðslu.

Við leitum að starfsfólki með:

  • Ríka þjónustulund
  • Stundvísi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Lyftarapróf, kostur
  • Áhuga á verslun og þjónustu
  • Bílpróf, skilyrði

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Tiltekt pantana
  • Önnur tilfallandi verkefni

Vinnutími er alla virka daga, ýmist 08:00 – 16:00 og 10:00 – 18:00, og annan hvern laugardag.

Við leitum að einstaklingum sem geta hafið störf í maí/júní og unnið út sumarið.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.

Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2025 en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.

Nánari upplýsingar veitir Gunnur Magnúsdóttir, verslunarstjóri ([email protected]).

Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur11. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Víkurbraut 4, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar