Norðurál
Norðurál
Norðurál

Sumarstörf í dagvinnu

Norðurál leitar að metnaðarfullum og ábyrgum háskólanemum í sumarstörf hjá okkur. Störfin eru í hagdeild, upplýsingatæknideild og á tæknisviði.

Starfsstöð hagdeildar er í Skógarhlíð í Reykjavík og starfsstöðvar hinna deildanna er á Grundartanga. Starfsfólki á Grundartanga bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.

Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Menntunar- og hæfniskröfur

·        Háskólanemar í viðskiptafræði, hagfræði, tölvunarfræði, rafmagns-, vélaverkfræði eða öðru sem nýtist í starfinu

·        Reynsla af svipuðum störfum kostur

·        Heiðarleiki og stundvísi

·        Dugnaður og sjálfstæði

·        Bílpróf er skilyrði

Auglýsing stofnuð12. febrúar 2024
UmsóknarfresturEnginn
Staðsetning
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar