Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs

Eftirfarandi stöður við sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar eru lausar til umsóknar.

Starfsmaður við almenna þjónustu
Starfað er í vinnuhóp sem er undir stjórn flokkstjóra. Helstu verkefni vinnuhópa eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.

Starfsmaður við garðyrkju
Starfað er í vinnuhóp undir stjórn flokkstjóra. Helstu verkefni vinnuhópa eru umhirða gróðurs, beðahreinsun ásamt hreinsun og umhirðu stofnanalóða en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.

Starfsmaður við skógrækt
Starfað er í vinnuhóp undir stjórn flokkstjóra. Helstu verkefni vinnuhópanna eru skógræktar og uppgræðsluverkefni, í landi Kópavogs

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsfólk skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald skal framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri (f. 2005 eða fyrr).
Auglýsing stofnuð2. mars 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Askalind 5, 201 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.