Advania
Advania
Advania

Sumarstörf hjá Advania

Hjá Advania leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt, framtakssamt og skemmtilegt starfsfólk. Vinnuaðstaðan er eins og hún gerist best, verkefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og starfsandinn er frábær.

Endilega sendu okkur umsókn ef þú vilt slást í hópinn í sumar!

Störf í boði

Á hverju sumri ráðum við inn sumarstarfsmenn í fjölbreytt verkefni innan ólíkra sviða fyrirtækisins. Aðallega er um að ræða störf í hugbúnaðarþróun en einnig geta komið til verkefni í þjónustu, á verkstæði, almenn skrifstofustörf eða í flottasta mötuneyti á landinu.

Vegna starfa í hugbúnaðarþróun leitum við aðallega að nemendum í tölvunarfræði, stærðfræði, hugbúnaðarverkfræði eða öðru verkfræðinámi. Þeir sem sækja um sumarstörf í hugbúnaðarþróun eru beðnir um að láta einkunnayfirlit og ferilskrá fylgja umsókn.

Í önnur störf innan fyrirtækisins getur nám í viðskiptafræði, sálfræði, rafvirkjun, kerfisfræði eða öðrum fögum einnig komið að góðum notum.

Oftar en ekki getur góð framvinda í sumarstarfi leitt til hlutastarfs með námi og/eða fastráðningar að námi loknu.

Almennar hæfnikröfur

  • Brennandi áhugi á upplýsingatækni
  • Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áreiðanleiki og stundvísi
  • Sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing stofnuð1. febrúar 2024
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar