

Sumarstörf á HSU - Lífeindafræðinemi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða nema í lífeindafræði í 80% - 100% starf í sumar.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
-
Fjölbreytt rannsóknavinna í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði
-
Blóðtökur á göngudeild rannsóknastofunnar og öðrum deildum stofnunarinnar
-
Unnið er í Flexlab rannsóknastofukerfinu
-
Staðfesting á stöðu náms í lífeindafræði
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
-
Sjálfstæð vinnubrögð, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf












