

Sumarstörf 2025 - Háskólanemar
Ístak ræður árlega til sín sumarstarfsfólk í störf tækninema. Við leitum að lærdómsfúsum einstaklingum sem hafa áhuga á að kynnast störfum tengdum þeirra námi í mannvirkjagerð. Kynjahlutfall nema sem fá störf eru alltaf jöfn og tökum við á móti umsóknum frá öllum sem hafið hafa nám í byggingatækni- og verkfræði.
Höfuðstöðvar Ístaks eru staðsettar í Mosfellsbæ en staðsetning starfa er á framkvæmdasvæðum Ístaks.
Vinsamlegast fylltu umsóknina út eftir bestu getu og láttu ferilskrá og kynningarbréf á starfsreynslu og hæfni fylgja.
Öllum umsækjendum verður svarað og umsóknum er eytt sjálfkrafa eftir sex mánuði.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál samkvæmt persónuverndarstefnu Ístaks.
Umsóknafrestur er til og með 15. mars 2025. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og hvetjum við því umsækjendur til að sækja frekar um fyrr en seinna.









