Suðurnesjabær
Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem hefur það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu.

Sumarstörf 17 ára og eldri

Suðurnesjabær auglýsir eftir öflugum einstaklingum í sumarvinnu 17 ára og eldri til að sinna grasslætti og öðrum verkefnum tengt umhirðu og fegrun bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
Grassláttur á opnum svæðum, skóla- og leikskólalóðum og öðrum svæðum sem sveitarfélagið sinnir.
Viðhald opinna svæða.
Ýmis verkefni tengd umhirðu og fegrun bæjarins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2006 eða fyrr.
Reynsla af orfa- og vélaslætti er kostur.
Áhugi á að halda sveitarfélaginu snyrtilegu.
Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og stundvísi
Auglýsing stofnuð27. apríl 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.