
Sumarstarfsmaður í golfverslun Arnarins
Erum að leita að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi til að slást í hópinn hjá okkur í sumar!
Ertu með ástríðu fyrir golfi og góða þjónustulund? Viltu vinna í líflegu umhverfi þar sem þú færð tækifæri til að aðstoða golfáhugamenn við að finna það sem hentar þeim best?
Í Golfverslun Arnarins er að finna flottustu merkin í golfinu, og við leitum að kraftmiklum einstaklingi til að slást í hópinn með okkur í sumar!
Vinnutími: 10:00-18:00 virka daga, laugardagsvinna eftir samkomulagi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Við leitum að einstaklingi sem:
· Er 20 ára eða eldri
· Hefur góða þjónustulund og reynslu af þjónustustörfum
· Hefur áhuga og þekkingu á golfi
· Er reyklaus og tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni
Sækja um:
Áhugasamir eru hvattir til að senda umsókn ásamt ferilskrá fyrir 30. mars.
Öllum umsóknum verður svarað.












