Örninn
Örninn

Sumarstarfsmaður

Viltu hjóla í spennandi sumarstarf með okkur?

Við leitum að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi til að slást í hópinn í sumar!

Ef þú vilt vinna í líflegu og skemmtilegu starfsumhverfi, þar sem hjólreiðar eru í aðalhlutverki og góð þjónusta skiptir máli, þá er þetta tækifærið!

Vinnutími: 10:00 - 18:00 virka daga, laugardagsvinna eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
  • Áfylling í verslun og vörumóttaka
  • Ýmis lagerstörf og frágangur

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Er 18 ára eða eldri
  • Hefur góða þjónustulund og reynslu af þjónustustörfum
  • Er reyklaus og tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni
  • Hefur áhuga og þekkingu á hjólum og hjólreiðum (kostur en ekki skilyrði)

Áhugasamir eru hvattir til að senda umsókn ásamt ferilskrá fyrir 23. mars.

Öllum umsóknum verður svarað.

Örninn reiðhjólaverslun er stoltur umboðsaðili TREK hjóla og sérhæfir sig í faglegri þjónustu og ráðgjöf fyrir hjólreiðafólk. Við erum líka stolt af 100 ára sögu okkar, sem gerir okkur að einni elstu og reynslumestu hjólaverslun landsins.

Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur, og þó að það sé ekki nauðsynlegt að vera hjólreiðaáhugamaður, þá er skylda að hjóla í öll verkefni með jákvæðni!

Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Faxafen 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar