

Sumarstarfsfólk óskast leikskólann Baug
Í Baugi starfa milli 50 og 60 manns sem sameinast á hverjum degi um það að hafa gaman. Gleði er að okkar mati lykillinn að starfsánægju. Við höfum gert með okkur sáttmála sem stuðlar að vellíðan starfsfólks en skýr, skilvirk, hlý og jákvæð samskipti eru þar í forgrunni. Samvinna og metnaður til að gera vel sameinar okkur alla daga og skapar okkar frábæru liðsheild!
Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli með 143 börnum í Kórahverfi í Kópavogi. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Unnið er að innleiðingu "Uppeldi til ábyrgðar" en finna má nánari upplýsingarum leikskólann á http://baugur.kopavogur.is/.
Vekjum athygli á nýjum nálgunum er varða bætt starfsumhverfi barna og kennarar í leikskólum Kópavogs. Sjá nánar hér
- Þátttaka í leik og starfi
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Samskipti við foreldra og forráðamenn barna
- Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta nauðsynleg























