Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Sumarstarfsfólk í sundlaugar Árborgar

Sveitarfélagið Árborg leitar eftir sumarstarfsmönnum í sundlaugar Árborgar.

Tvær sundlaugar eru starfsræktar í Árborg, ein á Selfossi og önnur á Stokkseyri. Í Sundhöll Selfoss eru sundlaugar úti og inni, ásamt heitum pottum, köldum pottum, gufubaði, sauna og rennibrautum og í sundlaug Stokkseyrar er útisundlaug þrír heitir pottar og kaldur pottur. Hjá sundlaugunum starfa á annan tug starfsmanna, fimm starfsmenn á hverri vakt í Sundhöll Selfoss og tveir í sundlaug Stokkseyrar.

Laugin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 06:30 til 21:00 og um helgar frá 08.00 til 18.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 60-90 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.
  • Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
  • Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit.
  • Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsfólk sundlauga verður að vera orðið 18 ára.
  • Starfsmenn sem sinna laugargæslu skulu árlega standast hæfnispróf skv. III. viðauka reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
  • Stundvísi, vinnusemi og samviskusemi.
  • Góð samstarfshæfni og þjónustulund.
  • Sundlaugar Árborgar eru reyklausir vinnustaðir.
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Stjörnusteinar 1, 825 Stokkseyri
Tryggvagata 15, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkyndihjálpPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar