
IKEA
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem allir eru velkomnir, virtir, studdir og vel metnir, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Sumarstarf - Tímabundnar stöður
Við leitum að einstaklingum í söludeildir og gróðurhús. Um fullt og hluta störf er að ræða tímabundið í sumar frá miðjum apríl fram í ágúst, með möguleika á framtíðarstarfi.
Starfið felst í að veita viðskiptavinum verslunarinnar þjónustu og aðstoð, halda útliti verslunarinnar söluhvetjandi og snyrtilegu ásamt því að tryggja það að vörur deildarinnar séu rétt verðmerktar, áfyllingar og ýmis tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Söluhæfileikar
- Jákvæðni og dugnaður
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Samviskusemi og drifkraftur
- Góð og rík þjónustulund
- Áhugi á hönnun og húsbúnaði
- Almenn tölvuþekking
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Vinnutími er virka daga frá 10-18 eða 12-20 og önnur hvor helgi.Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA, mannaudssvid@IKEA.is
Auglýsing stofnuð7. mars 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi - hlutastarf
Rafland hf. Reykjavík Hlutastarf (+1)

Starfsmaður á ferðaskrifstofu
GTS ehf Selfoss Fullt starf

Helgarstarf og sumarafleysing
4F Hlutastarf (+1)

Ráðgjafi í verslun - Egilsstaðir
Bílanaust Egilsstaðir Fullt starf

Viðskiptastjóri
Ísorka Reykjavík 2. apríl Fullt starf

Sölumaður í verslun
ÞÞ&CO Reykjavík 30. mars Fullt starf

Ráðgjafi í verslun - Framtíðarstarf
Rekstrarvörur ehf Reykjavík 31. mars Fullt starf

Sales Administrator
Nox Medical Reykjavík 10. apríl Fullt starf

Sales & service agent
Bílaleiga Reykjavíkur Reykjanesbær 7. apríl Fullt starf

Sumarstörf á Hvolsvelli
Húsasmiðjan Hvolsvöllur 24. apríl Sumarstarf

Helgar & hlutastarf í tískuvöruverslun
KROLL Reykjavík 31. mars Hlutastarf

Fagmannaverslun: Söluráðgjafi málningar
Húsasmiðjan Reykjavík 26. mars Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.